Borgarstjóri ætlar að grípa til aðgerða vegna rútuvandamáls í miðbænum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. maí 2015 07:00 Þrengsl í Þingholtunum VÍSIR/GVA „Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varðandi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðargötur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða.Dagur B. Eggertsson„Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekkert annað gengur. Ég tel aðalatriðið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó vongóður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrúum ferðaþjónustunnar.Hjálmar Sveinsson„Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hópbifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengilegar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálmar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferðamanna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur. Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Við höfum verið að leggja skýrari línur en áður varðandi þessa hluti. Við höfum verið að gefa út fyrirmæli um það hvernig við viljum hafa þetta,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í ljósi umræðu síðustu daga um akstur hópbifreiða um íbúðargötur í miðbænum. Lögregla getur ekkert aðhafst vegna aksturs hópbifreiða í íbúðahverfum þar sem engin lög banna slíkan akstur. Engin lög eru til um akstur hópbifreiða í íbúðahverfum en borgin getur sett reglur með samþykki lögreglustjóra. „Lögreglustjóri fær tillögur frá Reykjavíkurborg og getur þá bannað slíka umferð,“ segir Dagur sem telur að grípa þurfi til aðgerða.Dagur B. Eggertsson„Það er alveg möguleiki að það þurfi að skoða lagasetningu ef ekkert annað gengur. Ég tel aðalatriðið vera að reglurnar séu skýrar þannig að allir geti lifað í sátt og samlyndi.“ Dagur kveðst þó vongóður um að málið leysist með góðu samstarfi. Varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Þórir Garðarsson, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að lausnin fælist í aukinni samvinnu milli ferðaþjónustunnar og Reykjavíkurborgar. „Við hjá borginni munum grípa til frekari aðgerða, það er engin spurning. Ég mun taka þetta mál upp á næsta reglulega fundi með lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu um næstu mánaðamót og á von á góðu samstarfi,“ segir Dagur sem telur ástandið alvarlegt. Þá standi einnig yfir fundarhöld með fulltrúum ferðaþjónustunnar.Hjálmar Sveinsson„Atburðir síðastliðinnar helgar sprengdu mælinn að mínu mati,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. „Í dag hitti ég framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar á fundi og vorum við sammála um að það þurfi aðgengilegri reglur,“ segir hann og telur að hugsanlega þurfi að herða reglurnar um akstur hópbifreiða. Hjálmar telur vandann felast í að samþykktir sem settar hafi verið séu ekki nægilega aðgengilegar. „Þær eru skýrar en það þarf meðal annars að kynna reglurnar fyrir hóteleigendum,“ segir Hjálmar, en umhverfis- og skipulagsráð fjallar um málið á fundi í vikunni. „Aukið álag fylgir fjölgun ferðamanna og við hjá borginni verðum að passa að rúturnar trufli ekki um of í íbúðahverfunum,“ segir Dagur.
Tengdar fréttir Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48 Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01 Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Löggan á í vök að verjast á Facebook Dóra Braga-atvikið dregur dilk á eftir sér. Lögreglan má ekki meina fólki að taka myndir á opinberum vettvangi. 18. maí 2015 10:48
Lögreglan biður Halldór Bragason afsökunar Almenningur má mynda lögreglu á almannafæri. 18. maí 2015 14:01
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57
Bakkaði að eldhúsglugganum Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. 17. maí 2015 19:51