Þurfa staðfestingu trúfélaga vegna hijab Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:00 Konur sem vilja bera höfuðklút á vegabréfum, hijab, þurfa staðfestingu trúfélags til þess. Vísir/Stefán Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“ Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“
Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira