Þurfa staðfestingu trúfélaga vegna hijab Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 12. maí 2015 10:00 Konur sem vilja bera höfuðklút á vegabréfum, hijab, þurfa staðfestingu trúfélags til þess. Vísir/Stefán Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“ Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Konur sem eru íslamstrúar þurfa staðfestingu eða rökstuðning annars tveggja trúfélaga hér á landi til þess að fá að bera höfuðklút (hijab) á vegabréfsmynd. Á dögunum vildi kona, sem er múslimi, endurnýja vegabréfið sitt en fékk synjun. Hún er ekki skráð í annað tveggja trúfélaga hér á landi og vill ekki vera meðlimur í þeim. Í gamla vegabréfinu sínu var hún án hijab en aðstæður í lífi hennar eru breyttar og nú ber hún slíka slæðu öllum stundum. Hún vildi bera slæðuna á myndinni í vegabréfi sínu og fór fram á það hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Í lögum um vegabréf er tekið fram að mynd í vegabréfi skuli uppfylla ákveðin skilyrði. Myndin skal vera andlitsmynd, tekin þannig að andlit snúi beint að myndavél og bæði augun sjáist. Þá má umsækjandi til að mynda ekki bera sólgleraugu eða höfuðfat. Þó er tekið fram að það megi heimila ef umsækjandi um vegabréf fer fram á það af trúarástæðum. Á heimasíðu Þjóðskrár er tekið fram að ef umsækjandi fer fram á að bera höfuðfat sé ávallt óskað eftir rökstuðningi viðkomandi og skuli hann leggja fram staðfestingu eða útskýringu viðkomandi trúfélags á þeirri nauðsyn. Konan fékk að lokum að bera höfuðklút í myndatöku eftir að hafa fengið staðfestingu hjá trúfélagi um að hún væri sannarlega múslimi. Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi segir það fremur fyndið að það þurfi sérstakan rökstuðning trúfélags til þess að múslimakonur fái að bera hijab. „Ég er enginn sérstakur stuðningsmaður þess en margar konur vilja ganga með höfuðklúta og slæður og ég get alveg vottað að þær séu múslimar. En það er ferlega fyndið fyrirkomulag,“ segir hann og segir konurnar fullfærar um að votta slíkt sjálfar.Þórólfur Halldórsson, sýslumaður höfuðborgarsvæðis, segir að samkvæmt venjulegum verkreglum beri að taka myndir af öllum án höfuðfats en vilji konur undanþágu þurfi þær að sýna fram á ástæðu þess. „Þær þurfa að sýna fram á að þær séu í trúfélagi og senda erindi til okkar, við reynum þá að greiða úr þessu. Kjarni málsins er að þeim konum sem bera höfuðklút af trúarástæðum er veitt undanþága frá meginreglunni,“ segir Þórólfur, sem annars vísar á Þjóðskrá sem setji reglur um verklag sem embætti sýslumanns beri að fara eftir. Anna Katarzyna Wozniczka, formaður félags kvenna af erlendum uppruna, segir reglurnar óskýrar. „Þarf einstaklingur að vera skráður í trúfélag til þess að fá staðfestingu? Hver getur lagt fram svoleiðis staðfestingu eða útskýringu, hvað nákvæmlega á að koma fram í henni og hver hefur rétt til að meta lögmæti þess? Getur einstaklingur ekki rökstutt trúna sína sjálfur?“
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira