Vaðlaheiðargöng: Lekinn mun kosta milljarða Svavar Hávarðsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Mikið vatnstjón hefur orðið í göngunum. Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar. Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Ljóst er að endurtekin vandamál vegna vatnsleka í Vaðlaheiðargöngum munu tefja verkið svo mánuðum skiptir með tilheyrandi kostnaði. Fyrri dæmi um áþekkan vanda í gangagerð á Íslandi benda til að sá kostnaður muni hlaupa á hundruðum milljóna ef ekki milljörðum. „Það er ljóst að það eru komnar verulegar tafir. Kostnaður mun aukast, en við vitum ekki á þessum tímapunkti hversu mikill nákvæmlega. Það væri skot út í myrkrið að nefna tölu á þessu stigi málsins. Allar tafir eru líka áhyggjuefni hvað varðar rekstur ganganna; að það dragist að við fáum tekjur af göngunum. Það átti að afhenda göngin í desember 2016 og ef við missum ekki ferðamannasumarið á eftir þá erum við í skaplegri málum. Það er mikið í húfi að leysa þennan vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga hf., og bætir við að í dag og á morgun muni menn setjast yfir hvernig best sé að halda verkinu áfram. Í niðurstöðum greininga IFS greiningar fyrir fjármálaráðuneytið á forsendum Vaðlaheiðarganga frá 2012 segir að félagið standi ekki nægilega styrkum fótum hvað varðar fjármögnun. „Fjárhagslegt svigrúm félagsins til að standa af sér neikvæða fjárhagslega atburði, s.s. vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa á framkvæmdatíma er því mjög takmarkað.“ Þar segir einnig að ekki liggi fyrir hver bera eigi fjárhagslega áhættu verksins en allar líkur séu á að það verði lánveitandinn – ríkið. Spurður um ályktanir IFS greiningar og stöðu Vaðlaheiðarganga hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli á hærri lánveitingu en liggur fyrir í dag. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir svo marga óvissuþætti uppi varðandi framkvæmdina nú að óábyrgt sé að setja á það verðmiða. Hann hafi ekki forsendur til þess, enda hafi Vegagerðin ekki beina aðkomu að verkinu lengur. Aðspurður telur hann hins vegar enga ástæðu til að halda að tafir og kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði minni en við Héðinsfjarðargöng þar sem vatnselgur olli því að verkið fór 17% fram úr kostnaðaráætlun.Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir - Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok 2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um 15 mánuði. - Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna. - Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endurlánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun. - Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir. - Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun október 2010. - Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildarkostnaður 16,3 milljarðar.
Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira