Keppir í raunveruleikaþættinum Game of Homes í Kanada Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 4. apríl 2015 11:30 Þau Hjördís Ösp Ottósdóttir og Russell Schaper-Kotter eru staðráðin í að vinna Game of Homes. mynd/sara rogers Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhússarkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes. Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum. „Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“ segir Hjördís og hlær.Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjördís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líklegust til að koma í staðinn. „Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna annars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir teknir af okkur eftir það.“ Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið. Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís. Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn, en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nóttina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að taka eftir þeim,“ segir Hjördís. Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið, þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís. Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kanada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið og fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér úti um allt. ?Við fórum svo í bankann um daginn og allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og farið að spyrja. En það er bara gaman.“ Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhússarkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes. Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum. „Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“ segir Hjördís og hlær.Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjördís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líklegust til að koma í staðinn. „Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna annars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir teknir af okkur eftir það.“ Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið. Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís. Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn, en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nóttina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að taka eftir þeim,“ segir Hjördís. Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið, þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís. Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kanada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið og fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér úti um allt. ?Við fórum svo í bankann um daginn og allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og farið að spyrja. En það er bara gaman.“
Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira