Keppir í raunveruleikaþættinum Game of Homes í Kanada Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 4. apríl 2015 11:30 Þau Hjördís Ösp Ottósdóttir og Russell Schaper-Kotter eru staðráðin í að vinna Game of Homes. mynd/sara rogers Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhússarkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes. Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum. „Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“ segir Hjördís og hlær.Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjördís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líklegust til að koma í staðinn. „Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna annars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir teknir af okkur eftir það.“ Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið. Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís. Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn, en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nóttina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að taka eftir þeim,“ segir Hjördís. Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið, þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís. Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kanada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið og fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér úti um allt. ?Við fórum svo í bankann um daginn og allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og farið að spyrja. En það er bara gaman.“ Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Íslendingurinn Hjördís Ösp Ottósdóttir innanhússarkitekt tekur þátt, ásamt unnusta sínum Russell Schaper-Kotter, í stærsta raunveruleikaþætti sem framleiddur hefur verið í Kanada, Game of Homes. Í þættinum er keppt um að gera upp gömul hús sem átti að rífa, og fær sigurvegarinn húsið að launum. „Vinnufélagi minn benti okkur á að það væri verið að leita að fólki í þáttinn. Ég hugsaði strax að það væri ekki séns að ég fengi frí í vinnunni í fimm vikur, en unnusti minn sagði að við myndum bara víst fá frí,“ segir Hjördís og hlær.Parið sótti um og fór í prufur, en þau voru ekki valin. Sólarhring fyrir fyrsta þáttinn fengu þau Hjördís og Russell símtal frá framleiðandanum, sem sagði að það væri óvissa með eitt parið og þau væru líklegust til að koma í staðinn. „Það fór allt á fullt. Við vorum bæði að vinna annars staðar og vorum send með næsta flugi heim. Þar var okkur skutlað upp á hótel þar sem við áttum bara að vera, máttum ekki tala við neinn eða neitt,“ rifjar Hjördís upp. Daginn eftir var þeim tilkynnt að þau hefðu verið valin. „Við fengum 20 mínútur til þess að fara heim og pakka fyrir fimm vikur. Svo var haldinn neyðarfundur með fjölskyldunni, svo voru símarnir teknir af okkur eftir það.“ Hjördís segir vinnuveitanda sinn hafa verið mjög skilningsríkan og gefið henni frí, en Russell var ekki eins heppinn og missti vinnuna í kjölfarið. Fyrir þáttinn voru fjögur gömul hús sem átti að rífa, flutt í miðbæ Vancouver og girt af. „Þegar við komum á staðinn áttum við að velja okkur hús, en til þess að fá það þurftum við að smíða lykil að húsinu í kapp við tímann og hina keppendurna,“ segir Hjördís. Í þessar fimm vikur bjuggu þau svo í húsinu sem þau voru að gera upp og í hverjum þætti gerðu þau upp eitt herbergi. „Það var rosalega skrýtið að hafa allt í einu myndavélar að fylgjast með þér allan sólarhringinn, en það vandist fljótt. Við vorum oft að vinna alla nóttina og svo var þátturinn tekinn upp strax morguninn eftir, þannig að maður var orðinn of þreyttur til að taka eftir þeim,“ segir Hjördís. Í lokaþættinum sem ekki er búið að taka upp, kemur svo í ljós hvaða par er sigurvegari. „Svona hús og lóð er mjög verðmætt hér í Vancouver og kostar mikið, þannig að það væri magnað að vinna,“ segir Hjördís. Þriðji þátturinn af Game of Homes var sýndur í Kanada á þriðjudag, og nú þegar hafa Hjördís og Russell unnið eina keppni í þættinum, um besta eldhúsið og fyrir það fengu þau ferð til Parísar. Hjördís segir það pínu skrýtið að sjá allt í einu auglýsingar með sér úti um allt. ?Við fórum svo í bankann um daginn og allt í einu voru allir í bankanum búnir að fatta hver við værum og allt í einu var allt starfsfólkið komið og farið að spyrja. En það er bara gaman.“
Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira