Dagar sem við gleymum aldrei Magnús Guðmundsson skrifar 28. mars 2015 09:30 "Þessi var tekin síðasta kvöldið okkar saman. Við vorum rétt komnir yfir landamærin til Síle, sólin að setjast og langt í næsta bæ. Við ákváðum því að tjalda í þarna í þessari mögnuðu birtu.“ Það er nú skrítið að hugsa til þess í dag en ég hafði nánast aldrei farið á mótorhjól áður en ég ákvað að skella mér í þessa ferð,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari, sem fyrr í þessum mánuði ferðaðist um Síle og Argentínu á mótorhjóli ásamt föður sínum Kristjáni Gíslasyni. Kristján var reyndar einn á ferð í tíu mánaða heimsreisu en Baldur ákvað að koma til móts við hann í Santiago í Síle og taka með honum þennan heillandi áfanga ferðarinnar.Saltsléttan mikla Salinas Grande í Argentínu er uppþornað stöðuvatn og saltsléttan nær eins langt og augað eygir.„Ég ákvað seint á síðasta ári að fara í mótorhjólaprófið og láta slag standa. Það slapp til að ég náði að klára síðasta prófið að hausti og svo skall á íslenskur vetur og því gafst mér ekkert tækifæri til þess að æfa mig. Pabbi byrjaði á þessu fyrir tveimur árum og var að fara ferðir hérna heima. Hann fótbrotnaði reyndar í fyrstu ferðinni en kolféll engu að síður fyrir þessum ferðamáta. Hann fór af stað í fyrra frá Litlu-kaffistofunni og tók síðan Norrænu og byrjaði í Evrópu og fór þaðan til Mið-Austurlanda og Asíu, svo Ástralíu og er núna á ferð um Ameríku.“Vinalegt fólk „Maður fékk mikla athygli fyrir það að vera á mótorhjóli og ekki minnkaði sá áhugi þegar fólk komst að því að við værum frá Íslandi. Þarna er ég rétt hjá þjóðgarðinum í Argentínu í Huaco, en þar gistum við á frábæru gistiheimili og þar var hópur af jarðfræðinemum sem voru í námsferð. Þau voru alveg heilluð og buðu mér í partí til sín um kvöldið. Þar var mikið stuð, dansað, hlegið og drukkið Fernet Branca.“„Ég náði svo að troða mér inn í þetta og það er óhagkvæmasta en jafnframt besta ákvörðun sem ég hef tekið um dagana. Við eigum eftir að tala um þetta alla okkar tíð. Þetta var ógleymanlegt. Fólkið þarna er yndislegt, maturinn góður, veðrið gott og náttúran stórkostleg. Það kom meira að segja í tvígang fyrir að ókunnugt fólk gaf sig á tal við okkur og bauð okkur í mat. Fólkið þarna er alveg ótrúlega hlýlegt og gott.“Gistiheimili „Ég er talsmaður þess að gista á gistiheimilum fremur en hótelum á svona ferðalögum. Þar hittir maður alltaf áhugavert fólk sem hefur sínar sögur að segja. Þessar mæðgur eru frá Ísrael og var gaman að deila sögum yfir kaffibolla og ristuðu brauði.“Ferð þeirra Baldurs og Kristjáns lá frá Santiago til Valparaíso sem er náttúruperla á heimsminjaskrá Unesco. „Þaðan lá leiðin yfir Andesfjöllin sem eru eiginlega eins og Landmannalaugar á sterum og í raun er margt í landslaginu þarna sem minnti okkur mikið á Ísland. Við komum yfir til Mendosa í Argentínu og hjóluðum svo Ruta Forti sem er þeirra Route 66 norður eftir landinu og sáum ótrúlega staði á borð við Salinas Grande og fjölmargt fleira. Þegar við komum aftur yfir landamærin til Síle kvöddumst við og ég tók stefnuna heim á leið en pabbi ætlar að hjóla norður eftir Ameríku allri og enda á austurströnd Bandaríkjanna.“Á heimsminjaskrá Valparaíso í Síle er á heimsminjaskrá Unesco enda ótrúlega fallegur staður.Baldur og Kristján gáfu sér góðan tíma á ferðalaginu. Byrjuðu hvern dag á hugleiðslustund og svo góðum kaffibolla og leyfðu hverjum degi að þróast umfram það að binda sig við stífa ferðaáætlun. „Þetta var frábært fyrir okkur sem feðga því það er öðruvísi kemistría við þessar aðstæður. Við áttum alveg til að detta í gott trúnó á kvöldin og það var aldrei neitt stress í gangi. Aðalmálið var að njóta ferðarinnar saman.“ Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira
Það er nú skrítið að hugsa til þess í dag en ég hafði nánast aldrei farið á mótorhjól áður en ég ákvað að skella mér í þessa ferð,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari, sem fyrr í þessum mánuði ferðaðist um Síle og Argentínu á mótorhjóli ásamt föður sínum Kristjáni Gíslasyni. Kristján var reyndar einn á ferð í tíu mánaða heimsreisu en Baldur ákvað að koma til móts við hann í Santiago í Síle og taka með honum þennan heillandi áfanga ferðarinnar.Saltsléttan mikla Salinas Grande í Argentínu er uppþornað stöðuvatn og saltsléttan nær eins langt og augað eygir.„Ég ákvað seint á síðasta ári að fara í mótorhjólaprófið og láta slag standa. Það slapp til að ég náði að klára síðasta prófið að hausti og svo skall á íslenskur vetur og því gafst mér ekkert tækifæri til þess að æfa mig. Pabbi byrjaði á þessu fyrir tveimur árum og var að fara ferðir hérna heima. Hann fótbrotnaði reyndar í fyrstu ferðinni en kolféll engu að síður fyrir þessum ferðamáta. Hann fór af stað í fyrra frá Litlu-kaffistofunni og tók síðan Norrænu og byrjaði í Evrópu og fór þaðan til Mið-Austurlanda og Asíu, svo Ástralíu og er núna á ferð um Ameríku.“Vinalegt fólk „Maður fékk mikla athygli fyrir það að vera á mótorhjóli og ekki minnkaði sá áhugi þegar fólk komst að því að við værum frá Íslandi. Þarna er ég rétt hjá þjóðgarðinum í Argentínu í Huaco, en þar gistum við á frábæru gistiheimili og þar var hópur af jarðfræðinemum sem voru í námsferð. Þau voru alveg heilluð og buðu mér í partí til sín um kvöldið. Þar var mikið stuð, dansað, hlegið og drukkið Fernet Branca.“„Ég náði svo að troða mér inn í þetta og það er óhagkvæmasta en jafnframt besta ákvörðun sem ég hef tekið um dagana. Við eigum eftir að tala um þetta alla okkar tíð. Þetta var ógleymanlegt. Fólkið þarna er yndislegt, maturinn góður, veðrið gott og náttúran stórkostleg. Það kom meira að segja í tvígang fyrir að ókunnugt fólk gaf sig á tal við okkur og bauð okkur í mat. Fólkið þarna er alveg ótrúlega hlýlegt og gott.“Gistiheimili „Ég er talsmaður þess að gista á gistiheimilum fremur en hótelum á svona ferðalögum. Þar hittir maður alltaf áhugavert fólk sem hefur sínar sögur að segja. Þessar mæðgur eru frá Ísrael og var gaman að deila sögum yfir kaffibolla og ristuðu brauði.“Ferð þeirra Baldurs og Kristjáns lá frá Santiago til Valparaíso sem er náttúruperla á heimsminjaskrá Unesco. „Þaðan lá leiðin yfir Andesfjöllin sem eru eiginlega eins og Landmannalaugar á sterum og í raun er margt í landslaginu þarna sem minnti okkur mikið á Ísland. Við komum yfir til Mendosa í Argentínu og hjóluðum svo Ruta Forti sem er þeirra Route 66 norður eftir landinu og sáum ótrúlega staði á borð við Salinas Grande og fjölmargt fleira. Þegar við komum aftur yfir landamærin til Síle kvöddumst við og ég tók stefnuna heim á leið en pabbi ætlar að hjóla norður eftir Ameríku allri og enda á austurströnd Bandaríkjanna.“Á heimsminjaskrá Valparaíso í Síle er á heimsminjaskrá Unesco enda ótrúlega fallegur staður.Baldur og Kristján gáfu sér góðan tíma á ferðalaginu. Byrjuðu hvern dag á hugleiðslustund og svo góðum kaffibolla og leyfðu hverjum degi að þróast umfram það að binda sig við stífa ferðaáætlun. „Þetta var frábært fyrir okkur sem feðga því það er öðruvísi kemistría við þessar aðstæður. Við áttum alveg til að detta í gott trúnó á kvöldin og það var aldrei neitt stress í gangi. Aðalmálið var að njóta ferðarinnar saman.“
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Sjá meira