Stórtónleikar í kortunum: Rihanna sögð á leið til landsins Kjartan Atli Kjartansson og Gunnar Leó Pálsson skrifa 14. febrúar 2015 08:00 Um sextán þúsund manns sáu Justin Timberlake með berum augum í Kórnum síðastliðið sumar. Mikil tilhlökkun er í þjóðinni fyrir öðrum stórtónleikum. vísir/Andri Marinó/Getty Búið er að taka nokkrar dagsetningar frá fyrir mögulega stórviðburði í Kórnum í sumar, að sögn Birgis Bjarnasonar, framkvæmdastjóra HK sem sér rekstur Kórsins. „Ég get ekki fullyrt neitt en ég hef heyrt að það sé einhver á svipuðu „kalíberi“ og tónleikarnir síðasta sumar,“ segir Birgir og bætir við: „Við höfum verið beðin um að taka frá dagsetningar í júní og júlí. Það eru einhverjar hugmyndir á lofti en það hefur ekkert verið staðfest.“ Heimildir Fréttablaðsins og Vísis herma að verið sé að skipuleggja tónleika þar sem þekkt erlend stjarna muni koma fram. Óvíst er hvaða stjarna mun troða upp í Kórnum en hafa mörg nöfn verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Sterkur orðrómur er nú á kreiki á meðal fólks innan tónleikabransans að viðræður séu í gangi um að fá stórstjörnuna Rihanna til landsins.Sjá einnig:Rihanna sú vinsælasta á Facebook Rihanna, sem er frá Barbados, er skærasta poppstjarna heims og hefur selt yfir 30 milljónir eintaka af plötum sínum. Hún hefur nýlokið tónleikaferð um Bandaríkin, ásamt rapparanum Eminem. Ferðalag þeirra var skipulagt af fyrirtækinu Live Nation, sem skipulagði tónleika bandaríska söngvarans Justins Timberlake hér á landi í samstarfi við Senu.Rihanna er vinsæl um allan heim. Breiðskífur hennar hafa selst í 30 milljónum eintaka og 120 milljón eintök af smáskífum hennar.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bæjaryfirvöld í Kópavogi mjög ánægð með framkvæmd tónleika Timberlakes í Kórnum í ágúst í fyrra. Lokað var fyrir bílaumferð í stórum hluta Kórahverfisins en í staðinn voru farþegar ferjaðir að Kórnum í strætisvögnum.Sjá einnig:Kórinn tæmdist á korteri Góður rómur var gerður að allri umgjörð í Kórnum og var sá orðrómur á kreiki strax síðasta haust að litið hefði verið á tónleika Timberlakes sem próf; hvort hægt yrði endurtekið að halda tónleika sem væru af svipaðri stærðargráðu í Kórnum í framtíðinni. En heimildir Fréttablaðsins herma þó að HK-ingar, sem fara með rekstur Kórsins, ætli að hækka leigu- og þjónustuverð í Kórnum verði aðrir tónleikar haldnir þar. Við vinnslu fréttarinnar var einnig rætt við íbúa í Kórahverfinu sem voru ánægðir með fyrirkomulag tónleikanna í fyrra og sögðu lítið ónæði hafa skapast þegar tæplega tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Kórnum að hlusta á Justin Timberlake. Hér að neðan má sjá þegar Rihanna tekur lagið á sviði. Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Búið er að taka nokkrar dagsetningar frá fyrir mögulega stórviðburði í Kórnum í sumar, að sögn Birgis Bjarnasonar, framkvæmdastjóra HK sem sér rekstur Kórsins. „Ég get ekki fullyrt neitt en ég hef heyrt að það sé einhver á svipuðu „kalíberi“ og tónleikarnir síðasta sumar,“ segir Birgir og bætir við: „Við höfum verið beðin um að taka frá dagsetningar í júní og júlí. Það eru einhverjar hugmyndir á lofti en það hefur ekkert verið staðfest.“ Heimildir Fréttablaðsins og Vísis herma að verið sé að skipuleggja tónleika þar sem þekkt erlend stjarna muni koma fram. Óvíst er hvaða stjarna mun troða upp í Kórnum en hafa mörg nöfn verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Sterkur orðrómur er nú á kreiki á meðal fólks innan tónleikabransans að viðræður séu í gangi um að fá stórstjörnuna Rihanna til landsins.Sjá einnig:Rihanna sú vinsælasta á Facebook Rihanna, sem er frá Barbados, er skærasta poppstjarna heims og hefur selt yfir 30 milljónir eintaka af plötum sínum. Hún hefur nýlokið tónleikaferð um Bandaríkin, ásamt rapparanum Eminem. Ferðalag þeirra var skipulagt af fyrirtækinu Live Nation, sem skipulagði tónleika bandaríska söngvarans Justins Timberlake hér á landi í samstarfi við Senu.Rihanna er vinsæl um allan heim. Breiðskífur hennar hafa selst í 30 milljónum eintaka og 120 milljón eintök af smáskífum hennar.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bæjaryfirvöld í Kópavogi mjög ánægð með framkvæmd tónleika Timberlakes í Kórnum í ágúst í fyrra. Lokað var fyrir bílaumferð í stórum hluta Kórahverfisins en í staðinn voru farþegar ferjaðir að Kórnum í strætisvögnum.Sjá einnig:Kórinn tæmdist á korteri Góður rómur var gerður að allri umgjörð í Kórnum og var sá orðrómur á kreiki strax síðasta haust að litið hefði verið á tónleika Timberlakes sem próf; hvort hægt yrði endurtekið að halda tónleika sem væru af svipaðri stærðargráðu í Kórnum í framtíðinni. En heimildir Fréttablaðsins herma þó að HK-ingar, sem fara með rekstur Kórsins, ætli að hækka leigu- og þjónustuverð í Kórnum verði aðrir tónleikar haldnir þar. Við vinnslu fréttarinnar var einnig rætt við íbúa í Kórahverfinu sem voru ánægðir með fyrirkomulag tónleikanna í fyrra og sögðu lítið ónæði hafa skapast þegar tæplega tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Kórnum að hlusta á Justin Timberlake. Hér að neðan má sjá þegar Rihanna tekur lagið á sviði.
Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Hágæða merkjavara á geggjuðum afslætti út föstudaginn Lífið samstarf Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð „Við erum ekki að baða okkur í fortíðinni“ Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira