Stórtónleikar í kortunum: Rihanna sögð á leið til landsins Kjartan Atli Kjartansson og Gunnar Leó Pálsson skrifa 14. febrúar 2015 08:00 Um sextán þúsund manns sáu Justin Timberlake með berum augum í Kórnum síðastliðið sumar. Mikil tilhlökkun er í þjóðinni fyrir öðrum stórtónleikum. vísir/Andri Marinó/Getty Búið er að taka nokkrar dagsetningar frá fyrir mögulega stórviðburði í Kórnum í sumar, að sögn Birgis Bjarnasonar, framkvæmdastjóra HK sem sér rekstur Kórsins. „Ég get ekki fullyrt neitt en ég hef heyrt að það sé einhver á svipuðu „kalíberi“ og tónleikarnir síðasta sumar,“ segir Birgir og bætir við: „Við höfum verið beðin um að taka frá dagsetningar í júní og júlí. Það eru einhverjar hugmyndir á lofti en það hefur ekkert verið staðfest.“ Heimildir Fréttablaðsins og Vísis herma að verið sé að skipuleggja tónleika þar sem þekkt erlend stjarna muni koma fram. Óvíst er hvaða stjarna mun troða upp í Kórnum en hafa mörg nöfn verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Sterkur orðrómur er nú á kreiki á meðal fólks innan tónleikabransans að viðræður séu í gangi um að fá stórstjörnuna Rihanna til landsins.Sjá einnig:Rihanna sú vinsælasta á Facebook Rihanna, sem er frá Barbados, er skærasta poppstjarna heims og hefur selt yfir 30 milljónir eintaka af plötum sínum. Hún hefur nýlokið tónleikaferð um Bandaríkin, ásamt rapparanum Eminem. Ferðalag þeirra var skipulagt af fyrirtækinu Live Nation, sem skipulagði tónleika bandaríska söngvarans Justins Timberlake hér á landi í samstarfi við Senu.Rihanna er vinsæl um allan heim. Breiðskífur hennar hafa selst í 30 milljónum eintaka og 120 milljón eintök af smáskífum hennar.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bæjaryfirvöld í Kópavogi mjög ánægð með framkvæmd tónleika Timberlakes í Kórnum í ágúst í fyrra. Lokað var fyrir bílaumferð í stórum hluta Kórahverfisins en í staðinn voru farþegar ferjaðir að Kórnum í strætisvögnum.Sjá einnig:Kórinn tæmdist á korteri Góður rómur var gerður að allri umgjörð í Kórnum og var sá orðrómur á kreiki strax síðasta haust að litið hefði verið á tónleika Timberlakes sem próf; hvort hægt yrði endurtekið að halda tónleika sem væru af svipaðri stærðargráðu í Kórnum í framtíðinni. En heimildir Fréttablaðsins herma þó að HK-ingar, sem fara með rekstur Kórsins, ætli að hækka leigu- og þjónustuverð í Kórnum verði aðrir tónleikar haldnir þar. Við vinnslu fréttarinnar var einnig rætt við íbúa í Kórahverfinu sem voru ánægðir með fyrirkomulag tónleikanna í fyrra og sögðu lítið ónæði hafa skapast þegar tæplega tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Kórnum að hlusta á Justin Timberlake. Hér að neðan má sjá þegar Rihanna tekur lagið á sviði. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira
Búið er að taka nokkrar dagsetningar frá fyrir mögulega stórviðburði í Kórnum í sumar, að sögn Birgis Bjarnasonar, framkvæmdastjóra HK sem sér rekstur Kórsins. „Ég get ekki fullyrt neitt en ég hef heyrt að það sé einhver á svipuðu „kalíberi“ og tónleikarnir síðasta sumar,“ segir Birgir og bætir við: „Við höfum verið beðin um að taka frá dagsetningar í júní og júlí. Það eru einhverjar hugmyndir á lofti en það hefur ekkert verið staðfest.“ Heimildir Fréttablaðsins og Vísis herma að verið sé að skipuleggja tónleika þar sem þekkt erlend stjarna muni koma fram. Óvíst er hvaða stjarna mun troða upp í Kórnum en hafa mörg nöfn verið nefnd til sögunnar í þeim efnum. Sterkur orðrómur er nú á kreiki á meðal fólks innan tónleikabransans að viðræður séu í gangi um að fá stórstjörnuna Rihanna til landsins.Sjá einnig:Rihanna sú vinsælasta á Facebook Rihanna, sem er frá Barbados, er skærasta poppstjarna heims og hefur selt yfir 30 milljónir eintaka af plötum sínum. Hún hefur nýlokið tónleikaferð um Bandaríkin, ásamt rapparanum Eminem. Ferðalag þeirra var skipulagt af fyrirtækinu Live Nation, sem skipulagði tónleika bandaríska söngvarans Justins Timberlake hér á landi í samstarfi við Senu.Rihanna er vinsæl um allan heim. Breiðskífur hennar hafa selst í 30 milljónum eintaka og 120 milljón eintök af smáskífum hennar.Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bæjaryfirvöld í Kópavogi mjög ánægð með framkvæmd tónleika Timberlakes í Kórnum í ágúst í fyrra. Lokað var fyrir bílaumferð í stórum hluta Kórahverfisins en í staðinn voru farþegar ferjaðir að Kórnum í strætisvögnum.Sjá einnig:Kórinn tæmdist á korteri Góður rómur var gerður að allri umgjörð í Kórnum og var sá orðrómur á kreiki strax síðasta haust að litið hefði verið á tónleika Timberlakes sem próf; hvort hægt yrði endurtekið að halda tónleika sem væru af svipaðri stærðargráðu í Kórnum í framtíðinni. En heimildir Fréttablaðsins herma þó að HK-ingar, sem fara með rekstur Kórsins, ætli að hækka leigu- og þjónustuverð í Kórnum verði aðrir tónleikar haldnir þar. Við vinnslu fréttarinnar var einnig rætt við íbúa í Kórahverfinu sem voru ánægðir með fyrirkomulag tónleikanna í fyrra og sögðu lítið ónæði hafa skapast þegar tæplega tuttugu þúsund manns söfnuðust saman í Kórnum að hlusta á Justin Timberlake. Hér að neðan má sjá þegar Rihanna tekur lagið á sviði.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Sjá meira