Innlent

Rekstraraðilum í Kringlunnni og Smáralind heimilað að loka fyrr

Atli Ísleifsson skrifar
Smáralind.
Smáralind. Vísir/GVA
Verslunarmiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind verða opnar eins og vanalega en það er undir rekstraraðilum sjálfum hvort verslunum verður lokað fyrr vegna óveðursins sem spáð er.

Fulltrúar skrifstofu Kringlunnar og Smáralindar segja í samtali við Vísi að bréf hafi verið sent á rekstaraðila þar sem þetta kemur fram.

Í tilkynningu frá skrifstofu Smáralindar segir að Smáralind hafi ákveðið, í ljósi viðvarana Veðurstofu og Almannavarna, að veita rekstraraðilum heimild til að bregða frá almennum afgreiðslutíma. Sé það gert með öryggi viðskiptavina og starfmanna í Smáralind að leiðarljósi.

„Nú þegar er ljóst að einhverjir rekstraraðilar hafa ákveðið að loka fyrr í dag. Áfram verður þó þjónustu- og öryggisvakt í húsinu og Smáralind verður opin á morgun, þriðjudag, eins og vanalega,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Von á ofsaveðri sem kemur á áratuga fresti

Veðurstofa Íslands spáir ofsaveðri í dag. Á morgun er búist við góðu vetrarveðri. Slysavarnafélagið Landsbjörg biður fólk að vara erlenda ferðamenn við veðrinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.