Innlent

"Það vill enginn tefla öryggi barna í hættu“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Nokkur börn hafa slasað sig hér á landi eftir að hafa verið að leika sér í eða í kringum körfurólur á síðustu árum. Rólurnar má finna á mörgum leiksvæðum, svo sem við skóla og leikskóla. Í fréttum okkar höfum við sagt frá því að tvö alvarleg slys hafa orðið á börnum af völdum rólanna. Seinna slysið var í sumar en þá fékk átta ára drengur róluna í höfuðið. Átta börn sátu í rólunni þegar að slysið varð og var rólan því mjög þung. Drengurinn hryggbrotnaði.

Eftir slysið í sumar hefur Reykjavíkurborg kannað hvort hægt sé að auka öryggi leiktækisins.

„Ég sendi strax fyrirspurn á umhverfis- og skipulagssvið til þess að sem sagt að kanna hvort að þessar rólur væru hjá okkur. Hvort að það hafi verið tilkynnt slys í Reykjavík út af þessum rólum, þær eru víða sem sagt í leikumhverfi barna í Reykjavík, en svo reyndist ekki vera. Þetta eru öðruvísi rólur sem að við erum með í Reykjavík sem að hafa svona hemla og ná tiltekinni hæð en við erum sem sagt að skoða þetta mál með framleiðanda hvort það sé hægt að breyta þessu eitthvað eða minnka líkur á þessum slysum,“ segir Líf Magneudóttir varaformaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar.

Til greina kemur að taka rólurnar niður í borginni.

 „Auðvitað. Það vill enginn tefla öryggi barna í hættu þannig að við erum alltaf tilbúin til þess að teygja okkur lengra þrátt fyrir gildandi reglugerðir. En sem sagt við ætlum að skoða þetta mál ofan í kjölinn og bregðast við reynist ástæða til þess,“ segir Líf.


Tengdar fréttir

Vill körfurólu af skólalóð

Sjö ára drengur tognaði í baki þegar svokölluð körfuróla, sem sex önnur börn sátu í, lenti á honum þegar hann var að leik á skólalóð fyrir skemmstu. Móðir drengsins telur mikla slysahættu vera af rólum af þessum toga og vill að þær verði fjarlægðar af skólalóðum grunn- og leikskóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×