Innlent

Rafmagnið komið á í Eyjum: Hægt að poppa yfir leiknum

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Elliði segir rafmagnsleysið hafa áhrif á atvinnulíf Eyjamanna.
Elliði segir rafmagnsleysið hafa áhrif á atvinnulíf Eyjamanna. Vísir/EPA
Uppfært: 17:10



Rafmagn er nú komið á í Eyjum eftir að gert var við spenninn í Rimakoti á Landeyjarsandi. Viðgerðin gekk betur en menn vonuðust til.

 
Eyjamenn voru ekki ánægðir þegar rafmagnið fór á fimmtudag.Vísir/Óskar Friðriksson
Óvíst er hvort að allir Vestmanneyingar geti horft á landsleik Íslands og Kazakhstan í knattspyrnu í kvöld. Bilun í spennistöð hefur á síðustu vikum valdið rafmagsleysi sem haft hefur áhrif á líf bæjarbúa. Unnið er að viðgerð í allan dag.

Fyrir nokkrum vikum bilaði spennir í spennistöð sem er í Rimakoti á Landeyjarsandi. Stöðin sér um að breyta spennu á rafmagni sem sent er til Vestmannaeyja með sætreng. Sett var tímabundið upp varaspennir í stöðinni á meðan að gert var við hinn. Varaspennirninn bilaði hins vegar einnig einmitt á meðan að landsleikur Hollands og Íslands stóð yfir. Hluti bæjarbúa í Vestmannaeyjum gat því ekki séð leikinn í sjónvarpi þar sem rafmagslaust var í húsum þeirra. 

Sjá einnig: „Ansi súrt“: Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum á meðan á landsleiknum stóð

„Þetta rafmagnsóöryggi og þetta flökkt á rafmagni hefur truflað bara daglegt líf bæjarbúa. Það hefur þurft að skiptast á hvaða hverfi eru úti og hvaða hverfi hafa fengið rafmagn og hver ekki og hálfömurlegt að horfa upp á það til dæmis þegar að ein stærsta saga í íslensku sporti er að Ísland er að mæta Hollandi í veigamiklum leik og horfa upp á bæjarbúa hlaupandi á milli hverfa til þess að geta fylgst með þessum leik í sjónvarpinu. Við viljum að árið 2015 sé lífgæðu þjóðarinnar þannig að hægt sé að tryggja rafmagnsöryggi í næst stærsta byggðarkjarna utan höfuðborgarsvæðisins,“ segir Elliði Vignisson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Þá segir hann rafmagnsleysi geta haft mikil áhrif á atvinnulífið í bænum. 

„Alvarlegustu áhrifin eru náttúrulega þau sem að þetta hefur haft fyrir atvinnulífið. Við erum framleiðendur að miklu verðmætum í Vestmannaeyjum og suma daga er verið að vinna verðmæti fyrir hundruðir milljóna sem að kallar náttúrulega á rafmagnsöryggi. Þannig að hið beina tjón er sú framleiðsla sem að tefst og fellur niður þessa daga,“ segir Elliði.

Í dag er unnið að viðgerð í spennustöðinni og er vonast til að henni verði lokið fyrir landsleik Íslands og Kazakhstan í kvöld. Elliði segir óvíst að allir íbúar geti horft á leikinn. „Ég bind vonir við það aðaðgerðum verði lokið í Rimakoti en við erum undir allt búin. Skipstjórinn á Herjólfi var einmitt að gantast með það að það þyrfti kannski að markaðssetja ferðina með Herjólfi þannig að fólk gæti komið og siglt bara fram og tilbaka og horft þá á leikinn í sjónvarpinu í gegnum ljósavélar skipsins en ég vona nú að svo fari ekki,“ segir Elliði Vignisson.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×