„Ansi súrt“: Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum á meðan á landsleiknum stóð Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 3. september 2015 23:00 Eyjamenn voru ekki ánægðir þegar rafmagnið fór í dag. Vísir/Óskar Friðriksson Rafmagnið fór af stórum hluta Vestmannaeyja klukkan fjögur í dag og kom það ekki á fyrr en rétt fyrir tíu í kvöld. Það var því rafmagnslaust í eyjunni á meðan á landsleiknum stóð. Leikurinn var sögulegur enda hefur Ísland aldrei sigrað Hollendinga á þeirra heimavelli áður. „Þetta var ansi súrt,“ segir eyjamaðurinn Hilmar Ágúst Björnsson. „Það var öll fjölskyldan mætt til að horfa á leikinn. Við gátum horft á 41 mínútu og svo datt þetta út.“ Hópurinn bjargaði sér með því að horfa á viðburðinn í símunum sínum en 3G samband var með besta móti.Hilmar ásamt kærustunni sinni Guðrúnu Benónýsdóttur.Vísir/Aðsend„Það var ansi þreytt þó,“ segir Hilmar enda talsvert minni skjár eins og gefur að skilja. „Svo vorum við með batteríslausa tölvu þannig að það var ekki hægt að redda sér þannig.“ Samkvæmt tilkynningu frá Landsneti varð bilun í spenni í tengivirkinu Rimakoti og það orsakaði það að ekki var hægt að flytja rafmagn til Vestmannaeyja.Vandamálin til um það bil níu „Í kjöfarið óskaði Landsnet eftir keyrslu varaafls á díselvélum HS Veitna í Vestmannaeyjum og hjá RARIK á Suðurlandi. Ásamt Vestmannaeyjum urðu íbúar undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fyrir rafmagnsleysi vegna bilunarinnar. Strax var hafist handa við að greina bilunina til að koma rafmagni aftur á. Prófað var að setja spennu á spenninn um klukkan 19:30 eftir skoðun og greiningu. Á svipuðum tíma komu upp erfiðleikar við framleiðslu varafls og varð þá víðtækt rafmagnsleysi í Vestmannaeyjum. Prófað var að setja spennu á spenninn um klukkan hálf átta og leysti hann aftur út korter í átta. Vandamál voru með afhendingu rafmagns frá varaaflstöð til um það bil kl. 21,“ segir í tilkynningu. Heimir lét rafmagnsleysið þó ekki skemma fyrir sér gleðina yfir sigri Íslendinga og hefur fulla trú á að velgengnin haldi áfram. „Við komumst á EM alveg bókað. Við tökum Kasakana þrjú núll.“ Hann segir ekki ólíklegt að rafmagnið fari af eyjunni á sunnudag enda hafi það farið af af og til í allt sumar.En mun fjölskyldan gera ráðstafanir? „Nei ætli við tökum ekki bara sénsinn.“Þetta er orðið frekar DÝRT djók þetta helvítis rafmagnsfjör hérna... Skemmir tæki og fleira..Posted by Jóhanna Inga Jónsdóttir on Thursday, September 3, 2015 Vandamálin eru til þess að leysa þau / Eyjamenn engum líkir / rafmagnslaust í Eyjum / #fotboltinet pic.twitter.com/IyS7Ggo4Qv— Sig Elvar Þórólfsson (@sigelvar) September 3, 2015 Það þarf einhver að taka pokann sinn og það strax! Rafmagnslaust í miðjum leik. #drekinn— Hafsteinn Gísli (@hafsteinngisli) September 3, 2015 ÞAÐ ER RAFMAGNSLAUST OG ÞAÐ ER LANDSLEIKUR!!!! Myndi ekki oska versta vini minum að lenda i þessu!!— Páll Eydal Ívarsson (@Palli_97) September 3, 2015 ÞAÐ ER RAFMAGNSLAUST OG ÞAÐ ER LANDSLEIKUR!!!! Myndi ekki oska versta vini minum að lenda i þessu!!— Páll Eydal Ívarsson (@Palli_97) September 3, 2015 Getur einhver sagt mer hvort að helv.. Rafmagnið komi bráðlega, gaman að eiga veitingarstað sem selur fullt af pizzum fyrir landsleikinn, og ekkert hægt að gera :(Posted by Jóhanna Inga Jónsdóttir on Thursday, September 3, 2015 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Rafmagnið fór af stórum hluta Vestmannaeyja klukkan fjögur í dag og kom það ekki á fyrr en rétt fyrir tíu í kvöld. Það var því rafmagnslaust í eyjunni á meðan á landsleiknum stóð. Leikurinn var sögulegur enda hefur Ísland aldrei sigrað Hollendinga á þeirra heimavelli áður. „Þetta var ansi súrt,“ segir eyjamaðurinn Hilmar Ágúst Björnsson. „Það var öll fjölskyldan mætt til að horfa á leikinn. Við gátum horft á 41 mínútu og svo datt þetta út.“ Hópurinn bjargaði sér með því að horfa á viðburðinn í símunum sínum en 3G samband var með besta móti.Hilmar ásamt kærustunni sinni Guðrúnu Benónýsdóttur.Vísir/Aðsend„Það var ansi þreytt þó,“ segir Hilmar enda talsvert minni skjár eins og gefur að skilja. „Svo vorum við með batteríslausa tölvu þannig að það var ekki hægt að redda sér þannig.“ Samkvæmt tilkynningu frá Landsneti varð bilun í spenni í tengivirkinu Rimakoti og það orsakaði það að ekki var hægt að flytja rafmagn til Vestmannaeyja.Vandamálin til um það bil níu „Í kjöfarið óskaði Landsnet eftir keyrslu varaafls á díselvélum HS Veitna í Vestmannaeyjum og hjá RARIK á Suðurlandi. Ásamt Vestmannaeyjum urðu íbúar undir Eyjafjöllum og í Mýrdal fyrir rafmagnsleysi vegna bilunarinnar. Strax var hafist handa við að greina bilunina til að koma rafmagni aftur á. Prófað var að setja spennu á spenninn um klukkan 19:30 eftir skoðun og greiningu. Á svipuðum tíma komu upp erfiðleikar við framleiðslu varafls og varð þá víðtækt rafmagnsleysi í Vestmannaeyjum. Prófað var að setja spennu á spenninn um klukkan hálf átta og leysti hann aftur út korter í átta. Vandamál voru með afhendingu rafmagns frá varaaflstöð til um það bil kl. 21,“ segir í tilkynningu. Heimir lét rafmagnsleysið þó ekki skemma fyrir sér gleðina yfir sigri Íslendinga og hefur fulla trú á að velgengnin haldi áfram. „Við komumst á EM alveg bókað. Við tökum Kasakana þrjú núll.“ Hann segir ekki ólíklegt að rafmagnið fari af eyjunni á sunnudag enda hafi það farið af af og til í allt sumar.En mun fjölskyldan gera ráðstafanir? „Nei ætli við tökum ekki bara sénsinn.“Þetta er orðið frekar DÝRT djók þetta helvítis rafmagnsfjör hérna... Skemmir tæki og fleira..Posted by Jóhanna Inga Jónsdóttir on Thursday, September 3, 2015 Vandamálin eru til þess að leysa þau / Eyjamenn engum líkir / rafmagnslaust í Eyjum / #fotboltinet pic.twitter.com/IyS7Ggo4Qv— Sig Elvar Þórólfsson (@sigelvar) September 3, 2015 Það þarf einhver að taka pokann sinn og það strax! Rafmagnslaust í miðjum leik. #drekinn— Hafsteinn Gísli (@hafsteinngisli) September 3, 2015 ÞAÐ ER RAFMAGNSLAUST OG ÞAÐ ER LANDSLEIKUR!!!! Myndi ekki oska versta vini minum að lenda i þessu!!— Páll Eydal Ívarsson (@Palli_97) September 3, 2015 ÞAÐ ER RAFMAGNSLAUST OG ÞAÐ ER LANDSLEIKUR!!!! Myndi ekki oska versta vini minum að lenda i þessu!!— Páll Eydal Ívarsson (@Palli_97) September 3, 2015 Getur einhver sagt mer hvort að helv.. Rafmagnið komi bráðlega, gaman að eiga veitingarstað sem selur fullt af pizzum fyrir landsleikinn, og ekkert hægt að gera :(Posted by Jóhanna Inga Jónsdóttir on Thursday, September 3, 2015
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent