Segja dýrum í gæludýraverslun lógað með klóróformi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. september 2015 19:00 Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“ Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“
Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent „Hann er að leika sér að eldinum!“ Erlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00