Segja dýrum í gæludýraverslun lógað með klóróformi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. september 2015 19:00 Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“ Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“
Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00