Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. september 2015 17:00 Dæmi um myndir sem Árni birtir á Facebook-síðu sinni. myndir/árni stefán „Ég þekki þennan bransa mjög vel og þetta ástand er víða,“ segir Árni Stefán Árnason lögfræðingur í samtali við Vísi en Árni hefur sérhæft sig í málum á sviði dýravelferðar og mannréttinda. Árni birti í dag á Facebook síðu sinni myndir af skelfilegum aðbúnaði dýra sem hann hafði fengið sendar frá starfsmanni gæludýraverslunar á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin sem um ræðir er Dýraríkið Holtagörðum. Konan hafði unnið þar í afleysingum og sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við eiganda verslunarinnar. Myndirnar sýna meðal annars það sem virðist vera særður naggrís og páfagaukur. Naggrísinn hafði nýlega gotið og segir Árni að starfsfólki hafi verið meinað að fara með hann til dýralæknis og hann að lokum drepist. Konan sem sendi Árna myndirnar vildi ekki koma fram undir nafni en sendi Árna bréf sem hann birtir einnig á vefnum. Það auk allra myndanna má sjá neðst í fréttinni.Árni Stefán Árnason lögfræðingurvísir/stefánRétt að svipta eigandann umráðarétti „Ég fékk þetta skeyti frá konunni og ákvað að hitta hana í morgun og eftir að hafa hitt hana og heyrt hennar sögu ákvað ég að birta myndirnar. Ég sá þennan ömurlega aðbúnað og hreinlega gat ekki þagað yfir því. Það sem skiptir mig máli er að koma þessu á framfæri þannig að eftirlit með umráðamönnum dýra verði hert,“ segir Árni. Eftirlit með umráðamönnum dýra er á höndum Matvælastofnunar. Hafi fólk grun um illa meðferð á dýrum getur það sent inn nafnlausa ábendingu á vef MAST. Þegar það hefur verið gert sendir stofnunin þeim sem kvörtunin beinist gegn bréf og upplýsir hann um stöðu mála. Sá hefur síðan fjórar vikur til að koma sínu sjónarmiðum á framfæri. „Ég trúi sögu starfsmannsins og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af vanköntum hjá eiganda þessarar verslunar. Samkvæmt myndunum og sögunni þá virðist þetta vera þannig aðstaða að réttast væri að maðurinn væri sviptur vörslu dýranna á meðan rannsókn stendur yfir,“ segir Árni. „Það er allt of algengt að menn séu með verslanir og hafi allt voða flott og fínt í henni en baka til sé aðbúnaður dýra ömurlegur.“ Hann segir lögin og reglugerðirnar í gildi ekki vera nógu góð. Eins og er sé MAST eini aðilinn sem getur ákveðið hvort hægt sé að kæra mál er varða slæma umhirðu dýra til lögreglu. „Það er því duttlungum eftirlitsmanna hjá MAST háð hvort þeir kanna málið eður ekki. Á þeim tíma sem ég hef fylst með þessum málum þá hefur afgreiðsla mála hjá þeim verið hæg og nánast engin. Sjálfur myndi ég vilja sjá setta á fót dýralögreglu líkt og þá sem var sett á fót í Þrándheimi í Noregi og hefur gefið góða raun þar,“ segir Árni.Gunnar Vilhelmsson og páfagaukurinn Dísa.Vísir/valliKvartanir aldrei átt við rök að styðjast „Það er svo skrítið og skelfilegt hvernig fólk er tilbúið að láta allskonar drullu um náungann vaða,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi gæludýraverslunarinnar Dýraríkisins til 36 ára. Hann vísar öllum ásökunum á hendur sér um slæma meðferð á dýrum alfarið á bug. „Við höfum verið í fjölda ára að byggja upp þá ímynd að okkur sé ekki sama um dýrin og á einum degi er það bara sprengt í kaf í einhverjum múgæsingi. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera, er rétt að fara í meiðyrðamál? Það er svo erfitt að þrífa skítinn af þegar fólk hefur kastað honum,“ segir hann. Gunnar segir rétt að kvartað hafi verið yfir meðferð á naggrísnum á myndunum og þær upplýsingar hafa einnig fengist staðfestar hjá MAST. Hann segir að í gegnum tíðina hafi verið kvartað yfir meðferð á dýrum hjá þeim en þær kvartanir hafi aldrei átt sér neina stoð í raunveruleikanum. „Það kom stúlka frá MAST áðan til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi. Þær litlu aðfinnslur sem þau höfðu sneru að mestu leyti að verkþáttum sem þessir starfsmenn áttu að viðhafa.“Naggrísinn sem Gunnar ræðir um með ungana tvo við hlið sér.Reynir að hugsa um dýrin eins og væru þau börn sín Aðspurður um naggrísinn blóðuga á myndinni segir Gunnar það rétt að hann hafi tekið fyrir það farið yrði með dýrði til dýralæknis. Dýrið hafi átt í vandræðum með got og hafi á endanum gotið tveimur andvana ungum. Er hann fékk símtalið frá starfsmönnunum hafi hann stokkið til og kíkt í búðina til að líta á það. „Þetta eru í raun svipuð viðbrögð og hjá bónda að taka á móti lambi. Þarna voru ungarnir dauðir, fylgjan hafði skilað sér, blæðingarnar hættar og ég sagði við starfsfólkið að það væri ekkert sem dýralæknir gæti gert sem við gætum ekki gert,“ segir Gunnar. Það þyrfti að passa upp á að dýrið fengi nóg vatn og fylgjast með því þar sem það hefði misst mikið blóð. „Það var gert og hún hefur það ágætt í dag.“ Gunnar segir að hann reyni að hugsa um dýrin eins og ef þau væru börnin hans. Hann tekur dæmi um að hann myndi ekki stökkva og fara með barn til læknis sökum þess að það hnerri. Þegar það sé hins vegar fárveikt eða víðs fjarri sjálfu sér þá stökkvi hann af stað með það. Hið sama megi segja um dýrin, hann fer ekki með þau til dýralæknis nema brýna nauðsyn beri til.Öll dýr eiga að fá séns „Ég vil alltaf gefa dýrunum séns,“ segir Gunnar. „Ég átti einu sinni schäffer hund sem varð fimmtán ára. Síðustu tvö árin var hann gigtveikur en ég gaf honum verkja- og gigtarlyf. Var það rangt af mér? Hefði ég frekar átt að svæfa hann? Er ég vond manneskja fyrir að gefa dýri tvö auka ár?“ Í öðrum þræði á Facebook, í hópnum Hundasamfélagið, er talað um að eigendur verslunarinnar hafi stundað það að svæfa dýr með klóróformi og að starfsfólk hafi verið rekið fyrir að þrífa búrin of oft. Árni Stefán hefur einnig birt myndir á Facebook síðu sinni sem eiga að sýna hömstrum lógað með klóróformi í téðri verslun. „Á árum áður, þegar það mátti, þá svæfðum við dýr með klóróformi líkt og bændur áttu það til að slátra heima. Það höfum við ekki gert í mörg, mörg ár og ekki frá því að það var bannað. Það er einfaldlega ekki satt að við höfum gert þetta,“ segir Gunnar. Gunnar segir mikilvægt að fræða fólk um dýr og meðferð á þeim. Það skipti hann máli, ekki vegna einhverjar ímyndar heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, að hann hugsi vel um dýr og að þeim líði vel. Í gegnum tíðina hafi hann reynt að koma ábendingum til fólks um hvað sé rétt og hvað sé rangt í umhirðu dýra. „Þess vegna finnst mér þetta svo skelfilegt. Hvers vegna ætti fólk að taka mark á mér ef það heldur að ég sé dýraníðingur? Ég hef helgað mínu lífi því að annast dýr og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera núna,“ segir Gunnar.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór áðan í Dýraríkið í Holtagörðum og fékk að skyggnast um bak við í búðinni. Ljósmyndirnar sem hann tók í ferðinni má sjá í fréttinni og hér að neðan. Er þetta boðlegt í bakherbergjum gæludýraverslunar á ÍslandiPosted by Árni Stefán Árnason on Friday, 4 September 2015 Er þetta boðlegt í dýraverndarlandi? - NEIBarst eftirfarandi póstur í kvöld.- Hér á að vera starfandi svokallað Dý...Posted by Árni Stefán Árnason on Thursday, 3 September 2015 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Ég þekki þennan bransa mjög vel og þetta ástand er víða,“ segir Árni Stefán Árnason lögfræðingur í samtali við Vísi en Árni hefur sérhæft sig í málum á sviði dýravelferðar og mannréttinda. Árni birti í dag á Facebook síðu sinni myndir af skelfilegum aðbúnaði dýra sem hann hafði fengið sendar frá starfsmanni gæludýraverslunar á höfuðborgarsvæðinu. Verslunin sem um ræðir er Dýraríkið Holtagörðum. Konan hafði unnið þar í afleysingum og sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum sínum við eiganda verslunarinnar. Myndirnar sýna meðal annars það sem virðist vera særður naggrís og páfagaukur. Naggrísinn hafði nýlega gotið og segir Árni að starfsfólki hafi verið meinað að fara með hann til dýralæknis og hann að lokum drepist. Konan sem sendi Árna myndirnar vildi ekki koma fram undir nafni en sendi Árna bréf sem hann birtir einnig á vefnum. Það auk allra myndanna má sjá neðst í fréttinni.Árni Stefán Árnason lögfræðingurvísir/stefánRétt að svipta eigandann umráðarétti „Ég fékk þetta skeyti frá konunni og ákvað að hitta hana í morgun og eftir að hafa hitt hana og heyrt hennar sögu ákvað ég að birta myndirnar. Ég sá þennan ömurlega aðbúnað og hreinlega gat ekki þagað yfir því. Það sem skiptir mig máli er að koma þessu á framfæri þannig að eftirlit með umráðamönnum dýra verði hert,“ segir Árni. Eftirlit með umráðamönnum dýra er á höndum Matvælastofnunar. Hafi fólk grun um illa meðferð á dýrum getur það sent inn nafnlausa ábendingu á vef MAST. Þegar það hefur verið gert sendir stofnunin þeim sem kvörtunin beinist gegn bréf og upplýsir hann um stöðu mála. Sá hefur síðan fjórar vikur til að koma sínu sjónarmiðum á framfæri. „Ég trúi sögu starfsmannsins og þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég heyri af vanköntum hjá eiganda þessarar verslunar. Samkvæmt myndunum og sögunni þá virðist þetta vera þannig aðstaða að réttast væri að maðurinn væri sviptur vörslu dýranna á meðan rannsókn stendur yfir,“ segir Árni. „Það er allt of algengt að menn séu með verslanir og hafi allt voða flott og fínt í henni en baka til sé aðbúnaður dýra ömurlegur.“ Hann segir lögin og reglugerðirnar í gildi ekki vera nógu góð. Eins og er sé MAST eini aðilinn sem getur ákveðið hvort hægt sé að kæra mál er varða slæma umhirðu dýra til lögreglu. „Það er því duttlungum eftirlitsmanna hjá MAST háð hvort þeir kanna málið eður ekki. Á þeim tíma sem ég hef fylst með þessum málum þá hefur afgreiðsla mála hjá þeim verið hæg og nánast engin. Sjálfur myndi ég vilja sjá setta á fót dýralögreglu líkt og þá sem var sett á fót í Þrándheimi í Noregi og hefur gefið góða raun þar,“ segir Árni.Gunnar Vilhelmsson og páfagaukurinn Dísa.Vísir/valliKvartanir aldrei átt við rök að styðjast „Það er svo skrítið og skelfilegt hvernig fólk er tilbúið að láta allskonar drullu um náungann vaða,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi gæludýraverslunarinnar Dýraríkisins til 36 ára. Hann vísar öllum ásökunum á hendur sér um slæma meðferð á dýrum alfarið á bug. „Við höfum verið í fjölda ára að byggja upp þá ímynd að okkur sé ekki sama um dýrin og á einum degi er það bara sprengt í kaf í einhverjum múgæsingi. Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera, er rétt að fara í meiðyrðamál? Það er svo erfitt að þrífa skítinn af þegar fólk hefur kastað honum,“ segir hann. Gunnar segir rétt að kvartað hafi verið yfir meðferð á naggrísnum á myndunum og þær upplýsingar hafa einnig fengist staðfestar hjá MAST. Hann segir að í gegnum tíðina hafi verið kvartað yfir meðferð á dýrum hjá þeim en þær kvartanir hafi aldrei átt sér neina stoð í raunveruleikanum. „Það kom stúlka frá MAST áðan til að athuga hvort það væri ekki allt í lagi. Þær litlu aðfinnslur sem þau höfðu sneru að mestu leyti að verkþáttum sem þessir starfsmenn áttu að viðhafa.“Naggrísinn sem Gunnar ræðir um með ungana tvo við hlið sér.Reynir að hugsa um dýrin eins og væru þau börn sín Aðspurður um naggrísinn blóðuga á myndinni segir Gunnar það rétt að hann hafi tekið fyrir það farið yrði með dýrði til dýralæknis. Dýrið hafi átt í vandræðum með got og hafi á endanum gotið tveimur andvana ungum. Er hann fékk símtalið frá starfsmönnunum hafi hann stokkið til og kíkt í búðina til að líta á það. „Þetta eru í raun svipuð viðbrögð og hjá bónda að taka á móti lambi. Þarna voru ungarnir dauðir, fylgjan hafði skilað sér, blæðingarnar hættar og ég sagði við starfsfólkið að það væri ekkert sem dýralæknir gæti gert sem við gætum ekki gert,“ segir Gunnar. Það þyrfti að passa upp á að dýrið fengi nóg vatn og fylgjast með því þar sem það hefði misst mikið blóð. „Það var gert og hún hefur það ágætt í dag.“ Gunnar segir að hann reyni að hugsa um dýrin eins og ef þau væru börnin hans. Hann tekur dæmi um að hann myndi ekki stökkva og fara með barn til læknis sökum þess að það hnerri. Þegar það sé hins vegar fárveikt eða víðs fjarri sjálfu sér þá stökkvi hann af stað með það. Hið sama megi segja um dýrin, hann fer ekki með þau til dýralæknis nema brýna nauðsyn beri til.Öll dýr eiga að fá séns „Ég vil alltaf gefa dýrunum séns,“ segir Gunnar. „Ég átti einu sinni schäffer hund sem varð fimmtán ára. Síðustu tvö árin var hann gigtveikur en ég gaf honum verkja- og gigtarlyf. Var það rangt af mér? Hefði ég frekar átt að svæfa hann? Er ég vond manneskja fyrir að gefa dýri tvö auka ár?“ Í öðrum þræði á Facebook, í hópnum Hundasamfélagið, er talað um að eigendur verslunarinnar hafi stundað það að svæfa dýr með klóróformi og að starfsfólk hafi verið rekið fyrir að þrífa búrin of oft. Árni Stefán hefur einnig birt myndir á Facebook síðu sinni sem eiga að sýna hömstrum lógað með klóróformi í téðri verslun. „Á árum áður, þegar það mátti, þá svæfðum við dýr með klóróformi líkt og bændur áttu það til að slátra heima. Það höfum við ekki gert í mörg, mörg ár og ekki frá því að það var bannað. Það er einfaldlega ekki satt að við höfum gert þetta,“ segir Gunnar. Gunnar segir mikilvægt að fræða fólk um dýr og meðferð á þeim. Það skipti hann máli, ekki vegna einhverjar ímyndar heldur fyrst og fremst fyrir sjálfan sig, að hann hugsi vel um dýr og að þeim líði vel. Í gegnum tíðina hafi hann reynt að koma ábendingum til fólks um hvað sé rétt og hvað sé rangt í umhirðu dýra. „Þess vegna finnst mér þetta svo skelfilegt. Hvers vegna ætti fólk að taka mark á mér ef það heldur að ég sé dýraníðingur? Ég hef helgað mínu lífi því að annast dýr og ég veit eiginlega ekki hvað ég á að gera núna,“ segir Gunnar.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, fór áðan í Dýraríkið í Holtagörðum og fékk að skyggnast um bak við í búðinni. Ljósmyndirnar sem hann tók í ferðinni má sjá í fréttinni og hér að neðan. Er þetta boðlegt í bakherbergjum gæludýraverslunar á ÍslandiPosted by Árni Stefán Árnason on Friday, 4 September 2015 Er þetta boðlegt í dýraverndarlandi? - NEIBarst eftirfarandi póstur í kvöld.- Hér á að vera starfandi svokallað Dý...Posted by Árni Stefán Árnason on Thursday, 3 September 2015
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira