Segja dýrum í gæludýraverslun lógað með klóróformi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. september 2015 19:00 Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“ Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“
Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði