Segja dýrum í gæludýraverslun lógað með klóróformi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 6. september 2015 19:00 Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“ Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn gæludýraverslunar í Reykjavík gagnrýna aðbúnað dýra þar og segja að starfsmenn hafi meðal annars lógað dýrum í versluninni með klóróformi. Matvælastofnun hefur gert alvarlegar athugasemdir um aðbúnað í versluninni en eigandinn vísar ásökunum alfarið á bug. Íris Lea Þorsteinsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu í Holtagörðum um tímaþ Báðum blöskraði þeim aðbúnaður dýranna í versluninni. „Allt of lítil búr, ryðguð, brotin, dýrin voru að klemma sig missa tær og skott. Þetta var bara hræðilegt,“ segir Íris. „Svo gekk hann of langt með að fara ekki með dýr til dýralæknis þegar að þess þurfti,“ segir Ingibjörg.Ingibjörg Kristjánsdóttir og Íris Lea Þorsteinsdóttir störfuðu báðar í Dýraríkinu.Vísir/Stöð2Báðar segjast þær hafa farið með dýr úr búðinni til dýralæknis og borgað fyrir það úr eigin vasa. Lögum samkvæmt mega aðeins dýralæknar aflífa gæludýr, nema í neyðarvikum. Íris og Ingibjörg störfuðu í versluninni á misjöfnum tíma en segjast báðar hafa orðið vitni að því að að starfsfólk hafi séð um að lóga dýrum með klóróformi. „Við vorum með gamla stóra krukku og hann hellir klóróformi í handklæði. Það er sett í botninn á krukkunni ásamt dýrunum og svo er krukkunni lokað og öllum sagt að fara fram. Af því að það er ekki nógu skemmtilegt að horfa á þetta. Dýrið getur ekki andað og kafnar og deyr.“ Samkvæmt upplýsingum frá Konráð Konráðssyni, dýralækni hjá MAST, fór eftirlitsfólk í dýrabúðina fyrir rúmri viku eftir að hafa fengið ábendingar um málið. Konráð staðfestir að MAST hafi gert alvarlegar athugasemdir við að búr dýranna væru of lítil og að smádýr væru drepin þar með klóróformi. Gunnar Vilhelmsson eigandi Dýraríkisins vísar þessum ásökunum alfarið á bug. „Það er rétt að það er til klóróform hérna. Það er rétt. En það gerir okkur ekki að dýramorðingjum, ekki frekar en að það finnist steikarhnífur í eldhúsinu hjá þér. Það gerir þig ekki að morðingja,“ segir Gunnar. „Við höfum ekki verið að svæfa hérna með klóróformi. Það er ekki rétt.“ Þá segir hann einhverjar myndanna frá fyrrverandi starfsfólki verslunarinnar vera uppstilltar og til þess gerðar að eyðileggja mannorð hans. „Maður er kominn með myndir frá það mörgum stöðum og það mörgum mismunandi starfsmönnum að ég veit ekki hverslags allsherjar samsæri það er. Að við höfum allar tekið okkur saman á mismunandi tímum, án þess að þekkja hvora aðra, að setja þessar myndir upp,“ segir Ingibjörg. Gunnar kveðst vera miður sín vegna málsins íhugar nú að leita réttar síns. „Ég er miður mín út af þessu.“
Tengdar fréttir Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00 Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Eigandi gæludýraverslunar sakaður um slæma meðferð á dýrum "Ég reyni að hugsa um dýrin eins og væru þau börnin mín,“ segir Gunnar Vilhelmsson eigandi verslunarinnar Dýraríkið. 4. september 2015 17:00