Fótbolti

Skotinn til bana á bílastæði

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arnold Peralta er allur 26 ára gamall.
Arnold Peralta er allur 26 ára gamall. v´siir/getty
Arnold Peralta, fyrrverandi leikmaður Rangers í Skotlandi, var skotinn til bana í heimabæ sínum La Ceiba.

Peralta var 26 ára gamall, en hann var myrtur á bílastæði fyrir utan verslunarmiðstöð í bænum.

Búið er að útiloka að um rán hafi verið að ræða þar sem engu var stolið af Peralta eftir að hann lét lífið.

Peralta spilaði 24 landsleiki fyrir Hondúras og lék síðast með Olimpia í heimalandinu. Hann var í leikmannahóp Hondúras á Ólympíuleikunum 2012 en missti af HM 2014 vegna meiðsla.

„Við syrjum dauða Arnolds okkar og erum hrygg yfir áframhaldandi morðum í okkar landi,“ skrifaði félagið Olimpia, sem Peralta spilaði síðast með, á Twitter-síðu sína.

Peralta var á mála hjá Rangers í Skotlandi í 18 mánuði þaðan sem hann kom frá CD Vida í júní 2013. Hann hjálpaði liðinu að vinna skosku C-deildina en yfirgaf Rangers svo þegar síðasta leiktíð var hálfnuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×