Neville vill að Van Gaal fái að halda áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2015 08:00 Louis van Gaal. Vísir/Getty Framtíð Louis van Gaal sem knattspyrnustjóra Manchester United er í uppnámi eftir skelfilegt gengi að undanförnu og Phil Neville, fyrrum leikmaður félagsins, er einn af þeim sem hefur tjáð sig um málið. Manchester United tapaði á heimavelli á móti Norwich um helgina og hefur nú leikið sex leiki í röð í öllum keppnum án þess að vinna leik. Síðustu tapleikir hafa verið á móti Norwich og Bournemouth. Van Gaal talaði um það eftir tapleikinn á móti Norwich að hann hefði áhyggjur af starfinu og sumir hafa gengið svo langt með því að telja næsta leik á móti Stoke vera leik upp á líf eða dauða fyrir hollenska stjórann. „Það er ekki lengur tíð Sir Alex Ferguson. Sú tíð er liðin og menn þurfa að átta sig á raunveruleikanum. Nú er tíð Louis van Gaal og stanslausar breytingar eru ekki rétta svarið," sagði Phil Neville við BBC Radio 5 live. Manchester United er eins og er í fimmta sæti deildarinnar nú níu stigum á eftir toppliði Leicester City. Liðið varð meistari í þrettánda sinn undir stjórn Sir Alex Ferguson vorið 2013 en hefur síðan endað í sjöunda og fjórða sæti. Phil Neville vill að Louis van Gaal fái tækifæri til að klára tímabilið með Manchester United. „Ég var leikmaður United í níu ár og þetta var ekki alltaf fallegt. Það virðist vera þráhyggja hjá öllum félögum að ef úrslitin falla ekki með liðinu í fjórum eða fimm leikjum í röð þá sé rétt að skipta um stjóra. Það er ekki svarið," sagði Neville. „Það eru hæfileikar í liðinu og United er aðeins nokkrum stigum á eftir þremur efstu liðunum. Það er ekki eintómt svartnætti þótt að frammistaðan mætti vissulega vera betri," sagði Neville. „Menn verða bara að treysta manni sem hefur unnið til í öllum helstu Evrópulöndunum. United bað hann um að koma liðinu í Meistaradeildina og hann gerði það. Núna er markmiðið að vinna titil. United þarf að fara að taka ákvörðun. Ætlar félagið að breytast í klúbb sem skiptir um stjóra á tólf til átján mánaða fresti eða er ætlun að leitast eftir að ná stöðugleika á ný," sagði Neville. Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira
Framtíð Louis van Gaal sem knattspyrnustjóra Manchester United er í uppnámi eftir skelfilegt gengi að undanförnu og Phil Neville, fyrrum leikmaður félagsins, er einn af þeim sem hefur tjáð sig um málið. Manchester United tapaði á heimavelli á móti Norwich um helgina og hefur nú leikið sex leiki í röð í öllum keppnum án þess að vinna leik. Síðustu tapleikir hafa verið á móti Norwich og Bournemouth. Van Gaal talaði um það eftir tapleikinn á móti Norwich að hann hefði áhyggjur af starfinu og sumir hafa gengið svo langt með því að telja næsta leik á móti Stoke vera leik upp á líf eða dauða fyrir hollenska stjórann. „Það er ekki lengur tíð Sir Alex Ferguson. Sú tíð er liðin og menn þurfa að átta sig á raunveruleikanum. Nú er tíð Louis van Gaal og stanslausar breytingar eru ekki rétta svarið," sagði Phil Neville við BBC Radio 5 live. Manchester United er eins og er í fimmta sæti deildarinnar nú níu stigum á eftir toppliði Leicester City. Liðið varð meistari í þrettánda sinn undir stjórn Sir Alex Ferguson vorið 2013 en hefur síðan endað í sjöunda og fjórða sæti. Phil Neville vill að Louis van Gaal fái tækifæri til að klára tímabilið með Manchester United. „Ég var leikmaður United í níu ár og þetta var ekki alltaf fallegt. Það virðist vera þráhyggja hjá öllum félögum að ef úrslitin falla ekki með liðinu í fjórum eða fimm leikjum í röð þá sé rétt að skipta um stjóra. Það er ekki svarið," sagði Neville. „Það eru hæfileikar í liðinu og United er aðeins nokkrum stigum á eftir þremur efstu liðunum. Það er ekki eintómt svartnætti þótt að frammistaðan mætti vissulega vera betri," sagði Neville. „Menn verða bara að treysta manni sem hefur unnið til í öllum helstu Evrópulöndunum. United bað hann um að koma liðinu í Meistaradeildina og hann gerði það. Núna er markmiðið að vinna titil. United þarf að fara að taka ákvörðun. Ætlar félagið að breytast í klúbb sem skiptir um stjóra á tólf til átján mánaða fresti eða er ætlun að leitast eftir að ná stöðugleika á ný," sagði Neville.
Enski boltinn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fleiri fréttir Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Sjá meira