Vilja ekki að komið sé í bakið á fólki Óli Kristján Ármannsson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Í gærmorgun áttu sinn fyrsta fund hjá ríkissáttasemjara samninganefndir SA (nær) og SFF (fjær). Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, er undir glugganum við enda borðsins. vísir/gva Ákvæði um launaþróun í kjarasamningum sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum í sumar geta grafið undan árangri sem náðst hefur í jafnlaunaátaki karla og kvenna í fjármálafyrirtækjum. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SFF). Samninganefnd SFF átti fyrir hádegi í gær sinn fyrsta samningafund með Samtökum atvinnulífsins (SA) eftir að kjaradeilu félagsins var vísað til ríkissáttasemjara. Fundurinn segir Friðbert að hafi verið stuttur, ekki nema klukkutími, en viðræðum verði haldið áfram í dag. Kröfur félagsins segir Friðbert að séu innan þess ramma sem samningar SA við félög ASÍ hafi sett varðandi kostnaðarauka fyrirtækja. „Við höldum okkur á jörðinni og göngum ekki jafnlangt og gerðardómur. Við erum ekki með kröfur um 25 til 30 prósenta hækkun launa,“ segir hann. Gert sé ráð fyrir sama kostnaðarauka af samningi SFF og af öðrum samningum á almenna markaðnum, rúmum 20 prósentum í lok samningstímans. Um leið áréttar Friðbert að hópurinn að baki SSF sé mjög breiður, allt starfsfólk bankanna annað en æðstu stjórnendur, um helmingurinn sérfræðingar. „Við þurfum að hugsa um heildina og höfum verið frekar á þeim nótum að vilja sömu prósentuhækkun fyrir allan hópinn, en þó líka með ákveðna áherslu á lægsta hópinn.“ Friðbert segir helst bera í milli í viðræðunum hugmyndina um launaþróunartryggingu með baksýnisspegli. Samkvæmt henni fá þeir bara lágmarkshækkun sem fengið hafa einhverjar kjarabætur utan samningsbundinna hækkana mánuðina fyrir gildistöku samnings. „Okkur finnst einfaldlega eins og þar sé komið í bakið á fólki sem hefur á eigin vegum í launasamtölum og mögulega með öðrum aðferðum reynt að ýta upp sínum launum síðasta eitt og hálfa árið.“ Öfugsnúið sé að stéttarfélagið komi þá og taki með samningum til baka þann ávinning sem fólk hefur barist fyrir sjálft. „Við skiljum ekki svoleiðis aðferðafræði og ég skil ekki enn af hverju verkalýðsfélögin hin samþykktu þetta.“ Friðbert bendir á að undanfarið eitt og hálft ár hafi í bönkunum átt sér stað sérstakt átak í að jafna kjör karla og kvenna, sérstaklega með því að hækka laun kvenna. Fyrir þetta hafi bankarnir fengið sérstakar viðurkenningar. „Og með þessum baksýnisspegli er þessi árangur í stórhættu.“ Karlar fá þá meiri hækkanir nú vegna hækkana sem konur hafi fengið áður. Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Ákvæði um launaþróun í kjarasamningum sem gerðir voru á almenna vinnumarkaðnum í sumar geta grafið undan árangri sem náðst hefur í jafnlaunaátaki karla og kvenna í fjármálafyrirtækjum. Þetta segir Friðbert Traustason, framkvæmdastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SFF). Samninganefnd SFF átti fyrir hádegi í gær sinn fyrsta samningafund með Samtökum atvinnulífsins (SA) eftir að kjaradeilu félagsins var vísað til ríkissáttasemjara. Fundurinn segir Friðbert að hafi verið stuttur, ekki nema klukkutími, en viðræðum verði haldið áfram í dag. Kröfur félagsins segir Friðbert að séu innan þess ramma sem samningar SA við félög ASÍ hafi sett varðandi kostnaðarauka fyrirtækja. „Við höldum okkur á jörðinni og göngum ekki jafnlangt og gerðardómur. Við erum ekki með kröfur um 25 til 30 prósenta hækkun launa,“ segir hann. Gert sé ráð fyrir sama kostnaðarauka af samningi SFF og af öðrum samningum á almenna markaðnum, rúmum 20 prósentum í lok samningstímans. Um leið áréttar Friðbert að hópurinn að baki SSF sé mjög breiður, allt starfsfólk bankanna annað en æðstu stjórnendur, um helmingurinn sérfræðingar. „Við þurfum að hugsa um heildina og höfum verið frekar á þeim nótum að vilja sömu prósentuhækkun fyrir allan hópinn, en þó líka með ákveðna áherslu á lægsta hópinn.“ Friðbert segir helst bera í milli í viðræðunum hugmyndina um launaþróunartryggingu með baksýnisspegli. Samkvæmt henni fá þeir bara lágmarkshækkun sem fengið hafa einhverjar kjarabætur utan samningsbundinna hækkana mánuðina fyrir gildistöku samnings. „Okkur finnst einfaldlega eins og þar sé komið í bakið á fólki sem hefur á eigin vegum í launasamtölum og mögulega með öðrum aðferðum reynt að ýta upp sínum launum síðasta eitt og hálfa árið.“ Öfugsnúið sé að stéttarfélagið komi þá og taki með samningum til baka þann ávinning sem fólk hefur barist fyrir sjálft. „Við skiljum ekki svoleiðis aðferðafræði og ég skil ekki enn af hverju verkalýðsfélögin hin samþykktu þetta.“ Friðbert bendir á að undanfarið eitt og hálft ár hafi í bönkunum átt sér stað sérstakt átak í að jafna kjör karla og kvenna, sérstaklega með því að hækka laun kvenna. Fyrir þetta hafi bankarnir fengið sérstakar viðurkenningar. „Og með þessum baksýnisspegli er þessi árangur í stórhættu.“ Karlar fá þá meiri hækkanir nú vegna hækkana sem konur hafi fengið áður.
Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira