Bóndi slóst með kústi við fálka í hænsnakofa Snærós Sindradóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Fiður var dreift um allan kofann eftir átökin við fálkann. Hann var búinn að gera sig heimakominn og vildi ekki fara. Mynd/Maríanna Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna. Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi Stórhóli Mynd/aðsendMaríanna segist hissa á því að fálkinn hafi látið sér nægja þessa einu hænu. „Haninn var inni svo það er spurning hvort hann hafi náð að verja þær eitthvað. En kannski lét hann bara þessa einu duga,“ segir Maríanna sem brá á það ráð að reyna að koma fálkanum út til að koma á friði í hænsnakofanum. „Hann ætlaði nú ekki að hafa sig út. Við vorum komin út með strákúst og reyndum að fæla hann út. Svo bara leist mér ekkert á þetta og hélt að hann ætlaði bara í okkur. Ég ákvað að við myndum bara skilja eftir opið og hann myndi flögra út sjálfur,“ segir Maríanna. Það gekk eftir og fálkinn flaug á braut. Maríanna er nýkomin heim af fæðingardeildinni með tveggja vikna gamla dóttur sína og hafði því ekki orðið vör við fálka á flugi í nágrenninu upp á síðkastið. Nokkuð hefur þó verið af smyrli á flögri í kring en fálkinn var töluvert stærri en það. „Ég hef náttúrulega fengið mink í hænsnakofann og hann hefur drepið allt sem hann hefur náð í. Þannig að mér fannst þetta bara vel sloppið,“ segir Maríanna. Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira
Hænurnar á Stórhóli í Vestur-Húnavatnssýslu fengu heldur óskemmtilega heimsókn í kofann sinn á mánudag. Fálki kom sér óboðinn inn, lokaði á eftir sér kofanum og gerði mikinn usla í margar klukkustundir. Það var sonur Maríönnu Evu Ragnarsdóttur, bónda á Stórhóli, sem fyrstur varð fálkans var. „Hann hljóp til mín og sagði að það væri haförn þarna inni. Ég sagði haförn? Nei, ertu eitthvað orðinn ruglaður. Svo ég hljóp út og kíkti og þá sat fálkinn bara og fylgdist með manni,“ segir Maríanna. Þegar kofinn var opnaður drifu eftirlifandi hænur sig út í dauðans ofboði. Ein hænan lá í valnum, en hún hafði ekkert nafn. „Það hafði greinilega gengið verulega mikið á. Það var búið að tæta hana alla, éta bringuna á henni og plokka af henni fjaðrirnar. Það voru ekkert nema fjaðrir út um allt.“Maríanna Eva Ragnarsdóttir bóndi Stórhóli Mynd/aðsendMaríanna segist hissa á því að fálkinn hafi látið sér nægja þessa einu hænu. „Haninn var inni svo það er spurning hvort hann hafi náð að verja þær eitthvað. En kannski lét hann bara þessa einu duga,“ segir Maríanna sem brá á það ráð að reyna að koma fálkanum út til að koma á friði í hænsnakofanum. „Hann ætlaði nú ekki að hafa sig út. Við vorum komin út með strákúst og reyndum að fæla hann út. Svo bara leist mér ekkert á þetta og hélt að hann ætlaði bara í okkur. Ég ákvað að við myndum bara skilja eftir opið og hann myndi flögra út sjálfur,“ segir Maríanna. Það gekk eftir og fálkinn flaug á braut. Maríanna er nýkomin heim af fæðingardeildinni með tveggja vikna gamla dóttur sína og hafði því ekki orðið vör við fálka á flugi í nágrenninu upp á síðkastið. Nokkuð hefur þó verið af smyrli á flögri í kring en fálkinn var töluvert stærri en það. „Ég hef náttúrulega fengið mink í hænsnakofann og hann hefur drepið allt sem hann hefur náð í. Þannig að mér fannst þetta bara vel sloppið,“ segir Maríanna.
Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Sjá meira