Mörg dæmi um börn sem mæta ekki í skóla vegna skorts á úrræðum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. október 2015 07:00 Guðlaug segir óviðunandi að börn séu föst heima í úrræðaleysi. vísir/anton „Það eru börn sem mæta ekki í skólann vegna vanda en eru á biðlista eftir að komast í úrræði,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Félagið er eitt af mörgum sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að bæta stuðning við börn í vanda, sem Vísir fjallaði um í gær. Guðlaug segir börnin vera jafnvel heima svo mánuðum skiptir. „Þau eru bara það veik að þau treysta sér ekki í skólann eða foreldrar koma þeim ekki í skólann. Það er mikið áhyggjuefni þegar börn á grunnskólaaldri komast ekki í viðeigandi úrræði. Þessi bið getur haft óafturkræf áhrif á líf þeirra.“ Þegar barn mætir ekki í skólann er það tilkynnt til Barnaverndar. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, staðfestir að tilkynningar berist vegna fjarveru barna sem sýna áhættuhegðun og sem eigi við andleg veikindi að stríða. Hún segir þó erfitt að vita nákvæman fjölda enda þurfi að flokka allar tilkynningar frá skólum til þess. „En það eru einhver tilvik í hverjum mánuði. Við erum ekki að tala um þúsundir barna sem loka sig inni og vilja ekki fara í skólann en það er töluverður hópur hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er afar brýnt að þessi börn fái frumgreiningu sem allra fyrst.“ Ekki var hægt að fá gefinn upp fjölda barna sem eru í bið heima hjá sér og mæta ekki í skóla. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur er ekki til nein tölfræði um fjarveru enda erfitt að afla hennar vegna breytilegra aðstæðna, flókinnar greiningar og persónuverndarlaga. Tengdar fréttir Skóli án aðgreiningar gengur ekki upp í núverandi mynd Foreldrar, skólastjórnendur, kennarar og aðrir hagsmunaaðilar sameinast í áskorun til stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn í grunnskólum. Fjórðungur barna í grunnskólum þurfa sérkennslu. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
„Það eru börn sem mæta ekki í skólann vegna vanda en eru á biðlista eftir að komast í úrræði,“ segir Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, formaður Félags skólastjórnenda í Reykjavík. Félagið er eitt af mörgum sem skrifuðu undir áskorun til stjórnvalda um að bæta stuðning við börn í vanda, sem Vísir fjallaði um í gær. Guðlaug segir börnin vera jafnvel heima svo mánuðum skiptir. „Þau eru bara það veik að þau treysta sér ekki í skólann eða foreldrar koma þeim ekki í skólann. Það er mikið áhyggjuefni þegar börn á grunnskólaaldri komast ekki í viðeigandi úrræði. Þessi bið getur haft óafturkræf áhrif á líf þeirra.“ Þegar barn mætir ekki í skólann er það tilkynnt til Barnaverndar. Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar í Reykjavík, staðfestir að tilkynningar berist vegna fjarveru barna sem sýna áhættuhegðun og sem eigi við andleg veikindi að stríða. Hún segir þó erfitt að vita nákvæman fjölda enda þurfi að flokka allar tilkynningar frá skólum til þess. „En það eru einhver tilvik í hverjum mánuði. Við erum ekki að tala um þúsundir barna sem loka sig inni og vilja ekki fara í skólann en það er töluverður hópur hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það er afar brýnt að þessi börn fái frumgreiningu sem allra fyrst.“ Ekki var hægt að fá gefinn upp fjölda barna sem eru í bið heima hjá sér og mæta ekki í skóla. Samkvæmt upplýsingum frá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkur er ekki til nein tölfræði um fjarveru enda erfitt að afla hennar vegna breytilegra aðstæðna, flókinnar greiningar og persónuverndarlaga.
Tengdar fréttir Skóli án aðgreiningar gengur ekki upp í núverandi mynd Foreldrar, skólastjórnendur, kennarar og aðrir hagsmunaaðilar sameinast í áskorun til stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn í grunnskólum. Fjórðungur barna í grunnskólum þurfa sérkennslu. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Sjá meira
Skóli án aðgreiningar gengur ekki upp í núverandi mynd Foreldrar, skólastjórnendur, kennarar og aðrir hagsmunaaðilar sameinast í áskorun til stjórnvalda um að bæta þjónustu við börn í grunnskólum. Fjórðungur barna í grunnskólum þurfa sérkennslu. 15. október 2015 07:00