Skóli án aðgreiningar gengur ekki upp í núverandi mynd Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 15. október 2015 07:00 Sigríður ásamt Sölva syni sínum sem er einhverfur og gengur í Hólabrekkuskóla. Hún segir úrræðaleysið skerða þjónustu við öll börn. Börn með greiningu fá ekki stuðning og þar af leiðandi truflar það almennt skólastarf fyrir hinum börnunum. vísir/stefán Skólastefnan „Skóli án aðgreiningar“ er metnaðarfull stefna. Til þess að sú skólastefna gangi upp þarf hins vegar að tryggja stuðning og þjónustu við öll börn. Svona hefst áskorun til ríkis og sveitarfélaga frá kennurum, skólastjórum og tuttugu foreldrafélögum í Reykjavík ásamt ýmsum samtökum sem koma að hagsmunagæslu barna. Áskorunin var send út í febrúar og aftur í apríl til allra alþingismanna, borgarfulltrúa og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einu viðbrögðin sem fengust komu frá þeim síðastnefndu sem buðu viðræður í haust.Í bréfinu kemur fram að þjónusta og stuðningur við börn með hegðunarvanda, geðræn vandamál, málhömlun og þroskahamlanir séu engan veginn viðunandi. Biðlistinn á greiningarstofnunum sé meira en ár, hjá talmeinafræðingum 12-18 mánuðir og að börn í ákveðnum hverfum Reykjavíkurborgar þurfi að bíða í tvö ár eða lengur eftir fyrsta viðtali á þjónustumiðstöð. Á meðan beðið er eftir þjónustunni vex vandinn innan veggja skólanna sem bitnar á börnunum og fjölskyldum þeirra ásamt því að úrræðaleysið getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu annarra barna í sömu bekkjardeild eða skóla.„Þetta er vandamál allra foreldra því úrræðaleysið í skólunum bitnar á öllum börnum,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, í stjórn Samfok sem stóð fyrir áskoruninni.„Foreldrar barna sem eiga ekki í vanda þora ekki að nefna þá hlið því þeir vilja ekki vera sakaðir um fordóma. En það er staðreynd að börn fá almennt ekki jafn góða kennslu vegna barna sem eiga í greinilegum vanda en fá ekki greiningu og ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau trufla skólastarfið of mikið. Það er ekki við börnin sjálf að sakast, heldur kerfið sem er ekki að sinna þeim.“Sigríður á sjálf einhverfan son og segist svo sannarlega vera hlynnt skóla án aðgreiningar. En hún segir að stefnunni þurfi að fylgja fjármagn og stuðningur. Eins og staðan er í dag sé stefnan eingöngu hugmyndafræði.Sigríður segir lítinn stuðning vera að fá í grunnskóla sonarins þrátt fyrir góðan vilja skólastjóra - börn séu bara föst í bið og það vanti fjármagn.vísir/stefán„Í árgangi sonar míns eru tæplega fimmtíu nemendur í tveimur bekkjum. Þar af eru nokkur börn með greiningar og nokkur sem eiga í greinilegum vanda en eru ógreind. Það er einn stuðningsfulltrúi sem flakkar á milli bekkjanna en þarf líka reglulega að sinna öðrum árgangi. Þetta þýðir að allar sérþarfirnar hvíla meira og minna á einum kennara með sinn 25 nemenda bekk.“Sigríður segir kerfið gríðarlega ferkantað og því eigi það erfitt með að taka á móti börnum sem ekki eru með ferkantaða greiningu eða skerðingu.„Það er í raun mun auðveldara að taka á móti barni í hjólastól, jafnvel þótt þurfi að gera miklar breytingar á húsnæðinu, því þarfirnar eru þekktar og ákvæði um aðgengi eru skýr í reglugerðum.“Sigríður bendir einnig á að mikill sparnaður felist í að takast á við vanda barnanna um leið og hann uppgötvast. „Þessi börn geta annars kostað kerfið himinháar upphæðir seinna meir, þegar vandinn er orðinn dýpri og flóknari.“ Hvað er skóli án aðgreiningar?Grunnskóli í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda í almennu skólastarfi.Hvenær byrjaði stefnan á Íslandi?Árið 1999 var gefin út aðalnámskrá þar sem byggt var á stefnunni.Hefur árangur stefnunnar verið metinn?Í maí síðastliðnum skilaði starfshópur mati á framkvæmd stefnunnar en meginniðurstaða hópsins er að stefnan hafi hvorki verið skilgreind né innleidd með nægilega skipulögðum hætti eða kostnaðarmetin sem skyldi og því erfiðleikum bundið að leggja mat á árangurinn. Lagt er til að frekari úttekt verði gerð á framkvæmd stefnunnar. Tengdar fréttir Tæplega 400 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarstöð Barn sem þarf á greiningu þaðan að halda þarf að bíða í 12-16 mánuði eftir þjónustu. 14. október 2015 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Skólastefnan „Skóli án aðgreiningar“ er metnaðarfull stefna. Til þess að sú skólastefna gangi upp þarf hins vegar að tryggja stuðning og þjónustu við öll börn. Svona hefst áskorun til ríkis og sveitarfélaga frá kennurum, skólastjórum og tuttugu foreldrafélögum í Reykjavík ásamt ýmsum samtökum sem koma að hagsmunagæslu barna. Áskorunin var send út í febrúar og aftur í apríl til allra alþingismanna, borgarfulltrúa og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einu viðbrögðin sem fengust komu frá þeim síðastnefndu sem buðu viðræður í haust.Í bréfinu kemur fram að þjónusta og stuðningur við börn með hegðunarvanda, geðræn vandamál, málhömlun og þroskahamlanir séu engan veginn viðunandi. Biðlistinn á greiningarstofnunum sé meira en ár, hjá talmeinafræðingum 12-18 mánuðir og að börn í ákveðnum hverfum Reykjavíkurborgar þurfi að bíða í tvö ár eða lengur eftir fyrsta viðtali á þjónustumiðstöð. Á meðan beðið er eftir þjónustunni vex vandinn innan veggja skólanna sem bitnar á börnunum og fjölskyldum þeirra ásamt því að úrræðaleysið getur haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu annarra barna í sömu bekkjardeild eða skóla.„Þetta er vandamál allra foreldra því úrræðaleysið í skólunum bitnar á öllum börnum,“ segir Sigríður Björk Einarsdóttir, í stjórn Samfok sem stóð fyrir áskoruninni.„Foreldrar barna sem eiga ekki í vanda þora ekki að nefna þá hlið því þeir vilja ekki vera sakaðir um fordóma. En það er staðreynd að börn fá almennt ekki jafn góða kennslu vegna barna sem eiga í greinilegum vanda en fá ekki greiningu og ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau trufla skólastarfið of mikið. Það er ekki við börnin sjálf að sakast, heldur kerfið sem er ekki að sinna þeim.“Sigríður á sjálf einhverfan son og segist svo sannarlega vera hlynnt skóla án aðgreiningar. En hún segir að stefnunni þurfi að fylgja fjármagn og stuðningur. Eins og staðan er í dag sé stefnan eingöngu hugmyndafræði.Sigríður segir lítinn stuðning vera að fá í grunnskóla sonarins þrátt fyrir góðan vilja skólastjóra - börn séu bara föst í bið og það vanti fjármagn.vísir/stefán„Í árgangi sonar míns eru tæplega fimmtíu nemendur í tveimur bekkjum. Þar af eru nokkur börn með greiningar og nokkur sem eiga í greinilegum vanda en eru ógreind. Það er einn stuðningsfulltrúi sem flakkar á milli bekkjanna en þarf líka reglulega að sinna öðrum árgangi. Þetta þýðir að allar sérþarfirnar hvíla meira og minna á einum kennara með sinn 25 nemenda bekk.“Sigríður segir kerfið gríðarlega ferkantað og því eigi það erfitt með að taka á móti börnum sem ekki eru með ferkantaða greiningu eða skerðingu.„Það er í raun mun auðveldara að taka á móti barni í hjólastól, jafnvel þótt þurfi að gera miklar breytingar á húsnæðinu, því þarfirnar eru þekktar og ákvæði um aðgengi eru skýr í reglugerðum.“Sigríður bendir einnig á að mikill sparnaður felist í að takast á við vanda barnanna um leið og hann uppgötvast. „Þessi börn geta annars kostað kerfið himinháar upphæðir seinna meir, þegar vandinn er orðinn dýpri og flóknari.“ Hvað er skóli án aðgreiningar?Grunnskóli í heimabyggð eða nærumhverfi nemenda þar sem komið er til móts við náms- og félagslegar þarfir nemenda í almennu skólastarfi.Hvenær byrjaði stefnan á Íslandi?Árið 1999 var gefin út aðalnámskrá þar sem byggt var á stefnunni.Hefur árangur stefnunnar verið metinn?Í maí síðastliðnum skilaði starfshópur mati á framkvæmd stefnunnar en meginniðurstaða hópsins er að stefnan hafi hvorki verið skilgreind né innleidd með nægilega skipulögðum hætti eða kostnaðarmetin sem skyldi og því erfiðleikum bundið að leggja mat á árangurinn. Lagt er til að frekari úttekt verði gerð á framkvæmd stefnunnar.
Tengdar fréttir Tæplega 400 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarstöð Barn sem þarf á greiningu þaðan að halda þarf að bíða í 12-16 mánuði eftir þjónustu. 14. október 2015 20:00 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Erlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Tæplega 400 börn á biðlista hjá Þroska- og hegðunarstöð Barn sem þarf á greiningu þaðan að halda þarf að bíða í 12-16 mánuði eftir þjónustu. 14. október 2015 20:00