Innlent

Spyr hvort ráðherra friðlýsi flugvöllinn

Sveinn Arnarsson skrifar
Heiða Kristín Helgadóttir
Heiða Kristín Helgadóttir
Heiða Kristín Helgadóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram fyrirspurn til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra um flugvallarstæðið í Vatnsmýri.

Heiða Kristín vill fá að vita hvort forsætisráðherra hyggist láta friða Vatnsmýrina eða byggingar á flugvallarsvæðinu ef lög um menningar­minjar ná fram að ganga á þessu þingi. Einnig spyr hún hvort ráðherra hyggist taka eignarnámi byggingar á flugvallarsvæðinu, eða flugvallarsvæðið í heild, nái breytingar á lögum, sem forsætisráðherra mælir fyrir, gangi eftir.

Skiptar skoðanir eru á veru flugvallarins í Vatnsmýri og hefur Heiða Kristín verið ein þeirra sem vilja flugvöllinn burt. Forsætisráðherra hefur hins vegar verið á öðru máli.

Breytingar á lögum um menningarminjar eru í farvatninu hjá forsætisráðherra. Verði frumvarpið að lögum mun það veita ráðherra heimild til að taka lönd og mannvirki eignarnámi og réttindi til að ákveða friðlýsingu. Öllum er heimilt að senda inn athugasemdir til forsætisráðuneytisins um frumvarpsdrögin fyrir 1. október næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×