Innlent

Skipverjar úrvinda eftir barning

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Leiðindaveður var þegar erlendri skútu var bjargað á miðvikudagskvöld, 12 til 17 metra vindur af suðsuðaustan og slæmt í sjó. Dufl við Grindavík sýndu fjögurra metra ölduhæð.
Leiðindaveður var þegar erlendri skútu var bjargað á miðvikudagskvöld, 12 til 17 metra vindur af suðsuðaustan og slæmt í sjó. Dufl við Grindavík sýndu fjögurra metra ölduhæð. Mynd/Steinar Þór Kristinsson
Fimm var bjargað á erlendri skútu sem lenti í hrakningum í hafi suður af Grindavík á miðvikudagskvöld. Skútan var vélarvana og með ónýtt segl.

Oddur V. Gíslason, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Grindavík, kom taug í skútuna á ellefta tímanum og kom með hana til hafnar í Grindavík klukkan hálf eitt aðfaranótt fimmtudags.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg voru skipverjarnir fimm orðnir úrvinda og slæptir eftir að hafa barist við bilanir í skútunni í nokkra sólarhringa. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×