Innlent

Bruni á Álftanesi: Klæðning úr asbesti enn óhreyfð

Atli Ísleifsson skrifar
Húsið stendur við Klukkuholt á Álftanesi.
Húsið stendur við Klukkuholt á Álftanesi. Mynd/Guðjón Már Halldórsson
Klæðning úr asbesti liggur enn óhreyfð eftir að gamalt útihús brann til kaldra kola við Klukkuholt á Álftanesi aðfaranótt miðvikudags.

Hulda Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi Garðabæjar, staðfestir að ábendingar hafi borist bænum frá íbuum um að asbest hafi verið í húsinu og að það hafi nú verið tilkynnt til heilbrigðiseftirlitsins líkt og verklag geri ráð fyrir í málum sem þessum.

Hún segir að búið sé að girða svæðið þannig að þarna fjúki ekkert. „Nú er verið að skoða hver sjái um að fjarlægja efnið. Þarna er lóðareigandi, húseigandi og tryggingafélög og er verið að ræða við þá aðila til að tryggja megi að hreinsun fari fram sem fyrst.“

Aðspurð um hvort ekki þurfi að drífa í þessu sem fyrst þannig að asbest fari ekki á fok segir Hulda halda að menn sjái til þess að öryggið sé í fyrirrúmi. „Búið er að girða af og munu starfsmenn bæjarins brátt fara þangað aftur til að fara yfir það hvort þurfi að gera enn frekari ráðstafanir.“

Mynd/Guðjón Már Halldórsson
Mynd/Guðjón Már Halldórsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×