Innlent

Borgin framlengir rekstrarsamning við Leikfélag Reykjavíkur

Atli Ísleifsson skrifar
Frá uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Ferjunni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur.
Frá uppsetningu Leikfélags Reykjavíkur á Ferjunni eftir Kristínu Marju Baldursdóttur. Mynd/Grímur Bjarnason
Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að framlengja með óbreyttum forsendum rekstrarsamning borgarinnar við Leikfélag Reykjavíkur til næstu þriggja ára. Samningurinn tekur gildi frá og með næstu áramótum.

„Samkvæmt fjárhagsáætlun menningar- og ferðamálasviðs fyrir árið 2015 nemur heildarframlag til starfsemi og reksturs Borgarleikhússins um 936 milljónum króna,  sem skiptist í rekstrarframlag að upphæð tæpar 553 milljónir og styrk vegna innri leigu og áhaldaleigu upp á tæpar 384 milljónir. Þetta er hæsti rekstrarsamningur Reykjavíkurborgar í menningarmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar með þessum stuðningi er að í borginni sé rekið fjölbreytt og metnaðarfullt leikhús þar sem sett er á svið leiklist í hæsta gæðaflokki. Leikhúsið á að vera lifandi vettvangur nýsköpunar og kynningar á íslenskri leiklist sem höfðar til borgarbúa og gerir þeim kleift að njóta fjölbreyttra sviðslista,“ segir í tilkynningu frá borginni.

Samningurinn gildir til ársloka 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×