Innlent

Vöknuðu við umgang innbrotsþjófs í Kópavogi

Atli Ísleifsson skrifar
Málið er í rannsókn.
Málið er í rannsókn. Vísir/Anton
Tilkynnt var um þjófnað úr íbúð í Kópavogi rétt fyrir klukkan sex í morgun, en húsráðendur höfðu þá vaknað við umgang í íbúðinni. Við athugun kom í ljós að innbrotsþjófur væri að taka muni ófrjálsri hendi úr íbúðinni.

Í dagbók lögreglu segir að húsráðendur hafi haft samband við lögreglu en aðilinn hafi farið á brott áður en lögreglan kom á vettvang. Eitthvað af verðmætum hafði verið tekið úr íbúðinni.

Málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×