Skýrsla neyðarstjórnar: Þjálfun bílstjóra verði aukin til muna Stefán Árni Pálsson skrifar 6. mars 2015 12:27 Neyðarstjórnin leggur til að áfram verði tímabundið starfrækt sérstök stjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks. VÍSIR/VILHELM/ANTON Neyðarstjórn sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað inn skýrslu en stjórnin var sett á laggirnar þann 5. febrúar. Í skýrslunni kemur fram að tillögur stjórnarinnar sem snúa að framkvæmd þjónustunnar feli í sér að ferðir verði í mun meira mæli skipulagðar með föstum hætti sem og að hún verði svæðisbundnari en áður. Jafnvel er lagt til að sveigjanleiki hennar verði aukinn þannig að unnt verði í meira mæli en áður að koma til móts við sérstakar þarfir einstakra notenda, sérstakir þjónustufulltrúar verði í þjónustuveri fyrir ferðaþjónustuna frá og sérhæfing þar aukin.Sjá einnig: Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stjórnin leggur einnig til að þjálfun bílstjóra verði aukin til muna, hlutlaus úttekt verði gerð á því tölvukerfi og símkerfi sem notað er í þjónustunni og þau borin saman við önnur möguleg kerfi, reglur þjónustu lýsingu samkomulag sveitarfélaganna og samningar verði endurskoðaðir. Einnig leggur neyðarstjórnin til að áfram verði tímabundið starfrækt sérstök stjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó bs. og hún ráði sérstakan stjórnanda yfir þjónustuna sem m.a. muni bera ábyrgð á innleiðingu þeirra breytinga sem lagar séu til í skýrslunni í samvinnu við aðra stjórnendur. Stjórnin verði áfram skipuð fulltrúum sveitarfélaganna og notenda þjónustunnar í gegnum hagsmunasamtök fatlaðs fólks.Neyðarstjórn sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað inn skýrslu.vísirÁ sameiginlegum fundi eigenda og stjórnar Strætó bs. sem haldinn var á skrifstofu SSH föstudaginn 6. mars 2015 lagði Stefán Eiríksson formaður sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem skipuð var 5. febrúar síðastliðinn fram lokaskýrslu stjórnarinnar, en starfstíma hennar lauk 4. mars 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn samþykkti eftirfarandi: „Eigendafundurinn þakkar sérstakri stjórn ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem skipuð var á eigendafundi 4. febrúar sl. fyrir mikið og vel unnið starf við erfiðar og krefjandi aðstæður. Sömuleiðis er stjórninni þakkað fyrir ítarlega og greinargóða skýrslu sem dregur upp skýra mynd af máli og þeim viðfangsefnum sem takast þarf á við til að koma starfsemi ferðaþjónustu fatlaðs fólks í það horf sem að var stefnt.”Sjá einnig: Ung stúlka skilaði sér ekki heim með ferðaþjónustu fatlaðra í dag Fundurinn samþykkti ennfremur neðangreint varðandi framhald máls:Sameiginlegur fundur eigenda og stjórnar Strætó bs er sammála um mikilvægi þess að sátt og traust ríki um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Fundurinn samþykkir að þegar verði hafist handa við að innleiða þær tillögur sem fram koma í skýrslu sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá 5. mars 2015.Fundurinn er ennfremur sammála þeirri sýn sem fram kemur í lið 4.3.1 í skýrslunni að mikilvægt sé að treysta og tryggja aðkomu hagsmunaaðila að framkvæmd og þróun þjónustunnar og ákvarðanatöku um skipulagningu hennar.Eigendafundurinn samþykkir að framkvæmdaráði með aðkomu hagsmunasamtakana verði falið að vinna að innleiðingu breytinganna innan vébanda Strætó bs.Framkvæmdaráðið skipa: Þorkell Sigurlaugsson formaður Bryndís Snæbjörnsdóttir ftr. Þroskahjálpar Tryggvi Friðjónsson ftr. Sjálfsbjargar Fulltrúi velferðasviðs Reykjavíkurborgar Fulltrúi velferðarsviðs Hafnafjarðarbæjar.Meginverkefni framkvæmdaráðsins verða: • Að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks með markvissri innleiðingu á þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu fyrri stjórnar frá 5. mars sl. Skipunartími framkvæmdaráðsins er til 31. ágúst 2015 Framkvæmdastjóri Strætó bs. starfar með framkvæmdaráðinu og verður tengiliður ráðsins við stjórn Strætó bs. Á næstu mánuðum verður unnið að því á vettvangi SSH og í samráði við framkvæmdaráðið og stjórn Strætó bs að huga að framtíðar stjórnsýslulegu fyrirkomulagi ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.Stefnt verður að því að niðurstöður þeirra vinnu liggi fyrir tímanlega vegna mögulegra áhrifa þeirra tillaga á fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna og Strætó bs. fyrir árið 2016. Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Neyðarstjórn skoðar að taka ákveðna hópa út fyrir sviga Framkvæmdastjóri Strætó segir enga „kollsteypu“ til umræðu hjá ferðaþjónustu fatlaðra. 10. febrúar 2015 21:49 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína. 11. febrúar 2015 07:00 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. 5. febrúar 2015 12:39 Gagnrýna háa verðskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Átak, félag fólks með þroskahömlun, lýsir undrun sinni á nýrri gjaldskrá á ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, í ályktun sem það hefur sent frá sér. 8. janúar 2015 16:48 Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó. 23. febrúar 2015 07:00 Fatlaðir eiga að neita að fara upp í bíla sem ekki standast öryggiskröfur Læknir segir skelfilegt ástand í umferðaröryggismálum fatlaðra. 19. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Neyðarstjórn sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað inn skýrslu en stjórnin var sett á laggirnar þann 5. febrúar. Í skýrslunni kemur fram að tillögur stjórnarinnar sem snúa að framkvæmd þjónustunnar feli í sér að ferðir verði í mun meira mæli skipulagðar með föstum hætti sem og að hún verði svæðisbundnari en áður. Jafnvel er lagt til að sveigjanleiki hennar verði aukinn þannig að unnt verði í meira mæli en áður að koma til móts við sérstakar þarfir einstakra notenda, sérstakir þjónustufulltrúar verði í þjónustuveri fyrir ferðaþjónustuna frá og sérhæfing þar aukin.Sjá einnig: Neyðarstjórn sett yfir þjónustu Strætó við fatlaða Stjórnin leggur einnig til að þjálfun bílstjóra verði aukin til muna, hlutlaus úttekt verði gerð á því tölvukerfi og símkerfi sem notað er í þjónustunni og þau borin saman við önnur möguleg kerfi, reglur þjónustu lýsingu samkomulag sveitarfélaganna og samningar verði endurskoðaðir. Einnig leggur neyðarstjórnin til að áfram verði tímabundið starfrækt sérstök stjórn yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks hjá Strætó bs. og hún ráði sérstakan stjórnanda yfir þjónustuna sem m.a. muni bera ábyrgð á innleiðingu þeirra breytinga sem lagar séu til í skýrslunni í samvinnu við aðra stjórnendur. Stjórnin verði áfram skipuð fulltrúum sveitarfélaganna og notenda þjónustunnar í gegnum hagsmunasamtök fatlaðs fólks.Neyðarstjórn sem sett var yfir ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu hefur skilað inn skýrslu.vísirÁ sameiginlegum fundi eigenda og stjórnar Strætó bs. sem haldinn var á skrifstofu SSH föstudaginn 6. mars 2015 lagði Stefán Eiríksson formaður sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem skipuð var 5. febrúar síðastliðinn fram lokaskýrslu stjórnarinnar, en starfstíma hennar lauk 4. mars 2015. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fundurinn samþykkti eftirfarandi: „Eigendafundurinn þakkar sérstakri stjórn ferðaþjónustu fatlaðs fólks sem skipuð var á eigendafundi 4. febrúar sl. fyrir mikið og vel unnið starf við erfiðar og krefjandi aðstæður. Sömuleiðis er stjórninni þakkað fyrir ítarlega og greinargóða skýrslu sem dregur upp skýra mynd af máli og þeim viðfangsefnum sem takast þarf á við til að koma starfsemi ferðaþjónustu fatlaðs fólks í það horf sem að var stefnt.”Sjá einnig: Ung stúlka skilaði sér ekki heim með ferðaþjónustu fatlaðra í dag Fundurinn samþykkti ennfremur neðangreint varðandi framhald máls:Sameiginlegur fundur eigenda og stjórnar Strætó bs er sammála um mikilvægi þess að sátt og traust ríki um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Fundurinn samþykkir að þegar verði hafist handa við að innleiða þær tillögur sem fram koma í skýrslu sérstakrar stjórnar ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá 5. mars 2015.Fundurinn er ennfremur sammála þeirri sýn sem fram kemur í lið 4.3.1 í skýrslunni að mikilvægt sé að treysta og tryggja aðkomu hagsmunaaðila að framkvæmd og þróun þjónustunnar og ákvarðanatöku um skipulagningu hennar.Eigendafundurinn samþykkir að framkvæmdaráði með aðkomu hagsmunasamtakana verði falið að vinna að innleiðingu breytinganna innan vébanda Strætó bs.Framkvæmdaráðið skipa: Þorkell Sigurlaugsson formaður Bryndís Snæbjörnsdóttir ftr. Þroskahjálpar Tryggvi Friðjónsson ftr. Sjálfsbjargar Fulltrúi velferðasviðs Reykjavíkurborgar Fulltrúi velferðarsviðs Hafnafjarðarbæjar.Meginverkefni framkvæmdaráðsins verða: • Að tryggja örugga og eðlilega þjónustu og framkvæmd ferðaþjónustu fatlaðs fólks með markvissri innleiðingu á þeim tillögum sem settar eru fram í skýrslu fyrri stjórnar frá 5. mars sl. Skipunartími framkvæmdaráðsins er til 31. ágúst 2015 Framkvæmdastjóri Strætó bs. starfar með framkvæmdaráðinu og verður tengiliður ráðsins við stjórn Strætó bs. Á næstu mánuðum verður unnið að því á vettvangi SSH og í samráði við framkvæmdaráðið og stjórn Strætó bs að huga að framtíðar stjórnsýslulegu fyrirkomulagi ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.Stefnt verður að því að niðurstöður þeirra vinnu liggi fyrir tímanlega vegna mögulegra áhrifa þeirra tillaga á fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna og Strætó bs. fyrir árið 2016.
Tengdar fréttir Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04 Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04 Neyðarstjórn skoðar að taka ákveðna hópa út fyrir sviga Framkvæmdastjóri Strætó segir enga „kollsteypu“ til umræðu hjá ferðaþjónustu fatlaðra. 10. febrúar 2015 21:49 Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04 Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína. 11. febrúar 2015 07:00 Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04 Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. 5. febrúar 2015 12:39 Gagnrýna háa verðskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Átak, félag fólks með þroskahömlun, lýsir undrun sinni á nýrri gjaldskrá á ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, í ályktun sem það hefur sent frá sér. 8. janúar 2015 16:48 Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó. 23. febrúar 2015 07:00 Fatlaðir eiga að neita að fara upp í bíla sem ekki standast öryggiskröfur Læknir segir skelfilegt ástand í umferðaröryggismálum fatlaðra. 19. febrúar 2015 19:30 Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Erfitt fyrir ráðherra að fá skýr svör frá Strætó um ferðaþjónustu fatlaðra Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, segir atvikið í gær þar sem þroskaskert stúlka gleymdist í bíl ferðaþjónustu fatlaðra mjög alvarlegt. 5. febrúar 2015 11:04
Röð mistaka hjá ferðaþjónustu fatlaðra Fleiri atriði skoðuð af neyðarstjórn en bara stúlkan sem týndist í gær. 5. febrúar 2015 15:04
Neyðarstjórn skoðar að taka ákveðna hópa út fyrir sviga Framkvæmdastjóri Strætó segir enga „kollsteypu“ til umræðu hjá ferðaþjónustu fatlaðra. 10. febrúar 2015 21:49
Saka bílstjórann um vítavert gáleysi Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands harma þann alvarlega atburð sem átti sér stað í gær hjá Akstursþjónustu Strætó b.s. 5. febrúar 2015 11:04
Strætó krossar fingur vegna ferðaþjónustu Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, bað Þórð Guðlaugsson og fjölskyldu hans afsökunar eftir að honum var ekið á rangan stað í gær og hann skilinn eftir. Þórður á bágt með að gera sig skiljanlegan en tókst að hringja í móður sína. 11. febrúar 2015 07:00
Ökumaðurinn ekki yfirheyrður: Verður rætt við hann síðar í dag til að skýra atburðarásina Málið er til skoðunar hjá lögreglu og litið alvarlegum augum. 5. febrúar 2015 11:04
Neyðarfundur í ráðhúsinu: Stefán settur yfir neyðarstjórn Neyðarfundur borgastjóra og bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu er hafinn í ráðhúsi Reykjavíkur. Auk bæjarstjóranna er stjórn Strætó á fundinum. 5. febrúar 2015 12:39
Gagnrýna háa verðskrá ferðaþjónustu fatlaðra í Reykjavík Átak, félag fólks með þroskahömlun, lýsir undrun sinni á nýrri gjaldskrá á ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Reykjavík, í ályktun sem það hefur sent frá sér. 8. janúar 2015 16:48
Fóru aðra leið með Strætó en velferðarráð hefði kosið Óánægja með þunglamalega þjónustu og kostnaður varð til þess að velferðarráð Reykjavíkur vildi bjóða út akstur Ferðaþjónustu fatlaðra í borginni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sömdu svo við Strætó. 23. febrúar 2015 07:00
Fatlaðir eiga að neita að fara upp í bíla sem ekki standast öryggiskröfur Læknir segir skelfilegt ástand í umferðaröryggismálum fatlaðra. 19. febrúar 2015 19:30