Tónlist Kaleo spiluð á 50 útvarpsstöðvum Gunnar Leó Pálsson skrifar 15. ágúst 2015 09:00 Vinsældir hljómsveitarinnar Kaleo aukast sífellt í Bandaríkjunum og fór söngvari Kings of Leon fögrum orðum um sveitina á tónleikunum á fimmtudagskvöldið. mynd/Stroud Rohde Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo fékk gott hrós frá Caleb Followill, söngvara Kings of Leon, þegar Kaleo hitaði upp fyrir sveitina á tónleikum í Laugardalshöllinni á fimmtudagskvöldið. Þegar leið á tónleikana þakkaði Caleb Kaleo fyrir spilamennskuna og sagðist hafa heyrt mikið í henni í bandarísku útvarpi. „Þetta er sífellt að aukast. Ég held að All the pretty girls sé spilað á rúmlega fimmtíu útvarpsstöðvum í dag,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari og gítarleikari Kaleo, spurður út í vinsældir hljómsveitarinnar í bandarísku útvarpi. Sveitin gerir út frá Austin í Texas og hafa hljómsveitarmeðlimir verið búsettir í Bandaríkjunum síðastliðna mánuði. Hún hefur talsvert komið fram í úrvarpsstöðvum vestanhafs, annars vegar í svokölluðum „live sessionum“ og hins vegar viðtölum. Nú síðast kom sveitin fram í live session á Sirius XM, sem er ein stærsta gervihnattaútvarpsstöðin í Bandaríkjunum. Jökull segir að sveitirnar hafi ekki hist formlega í kringum tónleikana á Íslandi. „Við hittum þá ekki formlega en ég reyndar fór inn til þeirra þegar ég ruglaðist óvart á búningsherbergjum,“ segir Jökull og hlær. Hann segir þó að Suðurríkjarokkararnir hafi tekið vel í heimsókn Jökuls í búningsherbergið. „Annars náðum við því miður ekkert að hitta þá eftir tónleikana enda vorum við að fara í flug snemma um nóttina.“ Liðsmenn Kaleo eru aftur komnir til Bandaríkjanna og fram undan er þétt tónleikadagskrá víða um Bandaríkin og upptökur. Kings of Leon og Kaleo eru hjá sömu bókunarskrifstofu í Bandaríkjunum, WME, og ef marka má tónleikana á Íslandi virðast þær mynda gott teymi. Er Kaleo að fara að deila sviði með Kings of Leon á næstunni? „Ja, hver veit? Það hefur reyndar ekkert verið minnst á það en það væri gaman í framtíðinni,“ segir Jökull. Tónleikagestir í Laugardalshöllinni voru augljóslega mjög hrifnir af Kaleo og vildu heyra meira þegar sveitin kláraði sitt prógramm. „Stemmingin var frábær og það var mjög gaman að sjá að fólk var mætt snemma,“ segir Jökull alsæll eftir Íslandsferðina.Kaleo's cover of Nancy Sinatra's "Bang Bang"This cover of "Bang Bang" is giving us chills.Watch the entire Kaleo video here: http://bit.ly/1UBVMdiPosted by SiriusXM Radio on Tuesday, August 11, 2015
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“