Léttir að hætta sem sérstakur saksóknari en spennandi að taka við nýju embætti Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. desember 2015 12:07 Ólafur Þór Hauksson. vísir/gva Seinasti starfsdagur sérstaks saksóknara er í dag en nýtt embætti héraðssaksóknara tekur við um áramótin. Ólafur Þór Hauksson hefur verið sérstakur saksóknari frá því embættinu var komið á laggirnar fyrir 7 árum síðan en hann verður héraðssaksóknari. Hann segir það vissulega undarlega tilfinningu að nú sé komið að þessum tímamótum. „Þetta átti nú bara að standa í tvö ár en nú er liðinn þessi tími, á sjöunda ár, þannig að þetta eru auðvitað ákveðinn tímamót. En þetta er annars vegar léttir og hins vegar bara spenna að takast á við ný verkefni eftir áramót,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað til þess að rannsaka efnahagsbrot í kjölfar hrunsins 2008 og eftir atvikum saksækja fólk. Það er ekki ofsögum sagt að embættið hafi verið umdeilt en Ólafur segist skilja sáttur við það. Embætti héraðssaksóknara er svo annars eðlis. „Það verður þarna töluverð breyting. Embætti héraðssaksóknara mun taka yfir öll þau verkefni sérstaks saksóknara sem eftir standa. Síðan bætist við ákæruvaldið í þeim málum sem ríkissaksóknari hefur hingað til haft á sínu borði en það eru þessi alvarlegustu mál, kynferðisbrot, ofbeldismál og stærri fíkniefnamál.“ Auk þess verður starfrækt peningaþvættisskrifstofa og skrifstofa sem sjá mun um endurheimtur ólögmæts ávinning hjá héraðssaksóknara og þá munu mál þar sem lögreglumenn sæta kæru og mál sem snúa að brotum gegn valdstjórninni vera hjá hinu nýja embætti. Ólafur segir nokkrar mannabreytingar fylgja embætti héraðssaksóknara en þar munu starfa um 50 manns. Það komi starfsmenn frá ríkissaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en þrír starfsmenn hætta um áramótin. „Þetta er sá fjöldi starfsmanna sem fjárheimildirnar frá Alþingi núna gera ráð fyrir en þetta er svipaður fjöldi starfsmanna og verið hefur hjá sérstökum saksóknara.“ Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur saksóknari skipaður héraðssaksóknari Innanríkisráðherra hefur skipað Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. 28. október 2015 15:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Seinasti starfsdagur sérstaks saksóknara er í dag en nýtt embætti héraðssaksóknara tekur við um áramótin. Ólafur Þór Hauksson hefur verið sérstakur saksóknari frá því embættinu var komið á laggirnar fyrir 7 árum síðan en hann verður héraðssaksóknari. Hann segir það vissulega undarlega tilfinningu að nú sé komið að þessum tímamótum. „Þetta átti nú bara að standa í tvö ár en nú er liðinn þessi tími, á sjöunda ár, þannig að þetta eru auðvitað ákveðinn tímamót. En þetta er annars vegar léttir og hins vegar bara spenna að takast á við ný verkefni eftir áramót,“ segir Ólafur í samtali við fréttastofu. Embætti sérstaks saksóknara var stofnað til þess að rannsaka efnahagsbrot í kjölfar hrunsins 2008 og eftir atvikum saksækja fólk. Það er ekki ofsögum sagt að embættið hafi verið umdeilt en Ólafur segist skilja sáttur við það. Embætti héraðssaksóknara er svo annars eðlis. „Það verður þarna töluverð breyting. Embætti héraðssaksóknara mun taka yfir öll þau verkefni sérstaks saksóknara sem eftir standa. Síðan bætist við ákæruvaldið í þeim málum sem ríkissaksóknari hefur hingað til haft á sínu borði en það eru þessi alvarlegustu mál, kynferðisbrot, ofbeldismál og stærri fíkniefnamál.“ Auk þess verður starfrækt peningaþvættisskrifstofa og skrifstofa sem sjá mun um endurheimtur ólögmæts ávinning hjá héraðssaksóknara og þá munu mál þar sem lögreglumenn sæta kæru og mál sem snúa að brotum gegn valdstjórninni vera hjá hinu nýja embætti. Ólafur segir nokkrar mannabreytingar fylgja embætti héraðssaksóknara en þar munu starfa um 50 manns. Það komi starfsmenn frá ríkissaksóknara og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu en þrír starfsmenn hætta um áramótin. „Þetta er sá fjöldi starfsmanna sem fjárheimildirnar frá Alþingi núna gera ráð fyrir en þetta er svipaður fjöldi starfsmanna og verið hefur hjá sérstökum saksóknara.“
Tengdar fréttir Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00 Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15 Sérstakur saksóknari skipaður héraðssaksóknari Innanríkisráðherra hefur skipað Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. 28. október 2015 15:56 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Ánægðust með að nú verður til kæruleið í kynferðisbrotamálum Kolbrún Benediktsdóttir, nýskipaður varahéraðssaksóknari, segir nýtt starf leggjast vel í sig. Það sé spennandi að taka þátt í stofnun nýs embættis. 30. október 2015 09:00
Skipan héraðssaksóknara hefur frestast um meira en mánuð Upphaflega átti að skipa í embættið þann 1. september síðastliðinn. 9. október 2015 09:15
Sérstakur saksóknari skipaður héraðssaksóknari Innanríkisráðherra hefur skipað Ólaf Þór Hauksson héraðssaksóknara og Kolbrúnu Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara. 28. október 2015 15:56