Útilokað að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 11:00 Frá búningaæfingu viðbragðsteymis við ebólu á Landspítalanum. Vísir/Stefán „Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira