Útilokað að ebóla breiðist út á Vesturlöndum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2015 11:00 Frá búningaæfingu viðbragðsteymis við ebólu á Landspítalanum. Vísir/Stefán „Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið. Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
„Við höfum flutt hvíta fólkið sem smitast hefur af ebólu-veirunni til Vesturlanda. Af hverju flytjum við ekki svarta fólkið líka?“ Að þessu spurði Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands, í erindi sem hann hélt í morgun á ráðstefnu í líf-og heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands. Í erindinu fór Sigurður yfir uppruna og sögu ebólu-faraldursins og velti upp ýmsum siðferðislegum spurningum varðandi sjúkdóminn. Hann sagði meðal annars að viðbrögðin við ebólu minntu óþægilega á viðbrögðin við HIV-sjúkdómnum þegar hann tók að breiðast út. Mikill ótti væri á Vesturlöndum við sjúkdóminn þó að útilokað sé að hann breiðist þar út. Innviðir vestrænna samfélaga séu einfaldlega nógu góðir svo hægt er að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. „Það sem hefur einkennt viðbrögð okkar hér á Vesturlöndum við ebólu-faraldrinum er afskiptaleysi. Það er eins og það komi okkur hvíta fólkinu ekki við að svart, fátækt fólk veikist en það er fjarri sanni. Helsti lærdómurinn sem við getum einmitt dregið af ebólu er að svona sjúkdómur kemur okkur öllum við, sama hver í heiminum hann kemur upp,“ sagði Sigurður. Hann benti jafnframt á að ebóla hefur breiðst út í mjög fáum löndum, nánar tiltekið þremur löndum í Vestur-Afríku, Síerra Leóne, Gíneu og Líberíu. „Dvöl í einhverju öðru Afríkulandi en þessum þremur löndum hefur ekki hættu í för með sér. Dæmi um þann ótta sem er á Vesturlöndum við sjúkdóminn er til dæmis sá mikli viðbúnaður sem var á Keflavíkurflugvelli þegar lent var með farþega sem var með hitaeinkenni. Hann var að koma frá Suður-Afríku og var talið að hann gæti verið með ebólu. Svo reyndist ekki vera enda eru hitaeinkenni ekki endilega ebóla.“ Sigurður lagði svo áherslu á að Vesturlönd ættu að leggja alla áherslu á að berjast við sjúkdóminn í Vestur-Afríku en þar hafa komið yfir 20.000 tilfelli af sjúkdómnum og um 8.000 manns hafa dáið.
Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira