Fer í tónleikaferð til Los Angeles og Japans Gunnar Leó Pálsson skrifar 2. janúar 2015 10:00 Tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir er á leið í tveggja mánaða ferðalag. vísir/vilhelm „Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar. Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég legg í hann 12. janúar og kem aftur til Íslands 7. mars, þetta verður hrikalega skemmtilegt ferðalag,“ segir tónlistarkonan Kira Kira eða Kristín Björk Kristjánsdóttir sem er á leið í mikið tónleikaferðalag. Hún dvelur í einn mánuð í Los Angeles en þar ætlar hún að vinna í plötu ásamt bandaríska raftónlistarmanninum Eskmo. „Við höfum verið að vinna mikið saman frá því að við kynntumst á Sumarsólstöðum í LA og svo spilaði hann líka með mér á Airwaves.“ Síðasta útgáfa sem Kira Kira sendi frá sér var einmitt í samstarfi við Eskmo og kom hún út í nóvember. Hún ætlar að koma fram á nokkrum tónleikum í Los Angeles og nýta sér tónlistarmenn ytra. „Það koma nokkrir „local“ tónlistarmenn, vinir mínir, og spila með mér í LA. Það gerist svo margt fallegt þegar fólk tekur áhættu í tónlist, hoppar saman upp á svið og lætur vaða í spilagleði,“ segir Kira Kira. Í framhaldinu fer hún svo til Japans og kemur þar fram á níu tónleikum víða um landið. Kristín Björk bjó í Japan fyrir um fimmtán árum en þar varð sólóverkefnið Kira Kira til. „Kira Kira nafnið kom til mín í draumi skömmu eftir að ég flutti til Japan, þannig að það má segja að þetta sé eins konar afmælistónleikaferð,“ útskýrir Kira Kira. Hún ætlar að leika sama leik í Japan og fá japanska tónlistarmenn til þess að spinna með sér, nýjan í hverri borg. „dj. flugvél og geimskip slæst svo í för á tvennum tónleikum í Japan.“ Áður en Kira Kira heldur til Los Angeles heldur hún tónleika í Mengi 10. janúar.
Tónlist Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“