Mótmæltu styrkjum til þróunaraðstoðar 18. júní 2015 08:00 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt. Jafnréttissjóðurinn er stofnaður í tilefni þessara tímamóta. VÍSIR/STEFÁN Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“ Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir „Þessir málaflokkar eru báðir svo mikilvægir að þeim er enginn greiði gerður að hafa þá samankrullaða í einum sjóð,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Félagið gagnrýndi harkalega þingsályktunartillögu á Alþingi þess efnis að úr hundrað milljóna króna Jafnréttissjóði ætti allt að helmingur að renna til kvenna í þróunarlöndum. Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar, formenn allra flokka á Alþingi, brugðust við gagnrýni Kvenréttindafélagsins með því að breyta þingsályktunartillögunni og gera orðalag hennar almennara. Í stað þess að gert sé ráð fyrir að allt að helmingur renni til verkefna sem tengjast konum í þróunarlöndum er nú gert ráð fyrir að verulegur hluti renni til jafnréttismála á alþjóðavísu. „Það var ákveðið í samstarfi flokkanna að gera ákveðnar breytingar sem mönnum þótti gera málið betra. Niðurstaðan var að hafa þetta aðeins opnara þannig að það sé bara úrlausnarefni fyrir stjórnina sem er kjörin að velja bestu umsóknirnar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og meðflutningsmaður að tillögunni.Katrín JakobsdóttirÍ gagnrýni Kvenréttindafélagsins sagði meðal annars: „Það er óviðeigandi að á degi þegar við fögnum jafnrétti kynjanna á Íslandi að stofnaður sé sjóður sem er með þeim reglum að allt að helmingur fjárveitinga falli til verkefna sem unnin eru utan landsteinanna.“ Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir segir að brýn verkefni bíði í jafnréttismálum hérlendis. „Það hefur lengi verið þörf fyrir svona sjóð. Frjáls félagasamtök og kvennasamtök sem starfa að jafnréttismálum berjast í bökkum á hverju ári við að fjármagna okkur. Bara það að hafa jafnréttissjóð sem við getum leitað til, til að styrkja okkar verkefni og okkar starfsemi, á eftir að verða verulega mikil búbót.“ Aðspurð um mikilvægi Kvenréttindafélagsins og sams konar félaga nú þegar ungar konur, sem ekki starfa undir neinum fána, halda kvenfrelsisbaráttunni á lofti segir Brynhildur: „Fjórða bylgja femínismans er að skella á landinu. Þetta er yndislegt. Það hefur sýnt sig í gegnum söguna að svona bylting byrjar í grasrótinni en ef hún á að halda áfram þá verða félagasamtök að koma að henni.“
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira