Fótbolti

Messi og Sasic best í Evrópu

Messi fagnar marki á síðustu leiktíð.
Messi fagnar marki á síðustu leiktíð. vísir/getty
Lionel Messi var nú undir kvöld valinn besti knattspyrnumaður Evrópu á hófi UEFA sem var haldið í tengslum við dráttinn í Meistaradeildinni.

Messi var líkt og venjulega algjörlega ótrúlegur í liði Barcelona sem vann þrennuna - Meistaradeildina, spænsku deildina og spænska bikarinn.

Liðsfélagi hans hjá Barcelona, Luis Suarez, og Cristiano Ronaldo, leikmaður Real Madrid, voru einnig tilnefndir.

Hjá konunum var Celia Sasic valin sú besta í Evrópu. Hún hætti í fótbolta á dögunum og er óhætt að segja að hún hætti á toppnum. Hún var markahæsti leikmaður HM síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×