Innlent

Fyrirkomulag við skipan dómara verði skoðað

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. vísir/ernir
Mikilvægt er að skoðað verði hvernig staðið er að skipan dómara, að mati Ólafar Nordal innan­ríkisráðherra. Hún segir að allir þrír umsækjendur um stöðu hæstaréttardómara séu afburðamenn.

Hæfnisnefnd lagði til að Karl Axelsson, starfandi hæstaréttardómari, yrði skipaður, en gagnrýnt hefur verið að dómnefnd sem einungis er skipuð körlum horfði framhjá Ingveldi Einarsdóttur, starfandi hæstaréttardómara.

Þótt ekki sé fordæmi fyrir því getur ráðherra hunsað mat nefndarinnar og skipað Ingveldi. Alþingi þyrfti þá að staðfesta skipanina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×