Kassamerkið "litelimetime“ slær í gegn Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2015 11:00 Þökk sé vinsældum Lóu hefur kassamerkið "litelimetime“ slegið í gegn. fréttablaðið/valli Virkir Twitter-notendur hafa eflaust tekið eftir kassamerkinu „litelimetime“ en það var Lóa Björk Björnsdóttir sem kom því af stað. Kassamerkið snýst um sumarbjór frá Vífilfelli sem kom nýverið í sölu og vegna mikilla vinsælda á Twitter er hann nær uppseldur í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta sprakk svona. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í partíi og tók mynd af öllum vinum mínum með bjórinn og setti þær á Twitter. Nánustu vinirnir byrjuðu strax að taka undir sama kvöld. Svo fann vinur minn upp á kassamerkinu en ég held að það sé einn mikilvægasti hluturinn þegar eitthvað verður vinsælt á netinu í dag,“ segir Lóa. Eftir að kassamerkið fór á flug og alls konar fólk var byrjað að taka myndir af sér með bjórinn ákvað Lóa að prufa að hafa samband við Vífilfell. „Ég sendi á þau póst og sagði þeim frá þessu. Þau gáfu mér í kjölfarið 96 bjóra og voru spennt að fylgjast með þessu áfram. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið og skemmtilegt. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að fólk sé að taka þátt sé að það skilur þetta ekki alveg enda meikar þetta í raun engan sens.“ Íslenska Twitter-samfélagið er mjög lítið en virkt. „Ég er búin að vera á Twitter frá árinu 2011 og er komin með nokkra fylgjendur og mínir fylgjendur eru með fullt af sínum eigin fylgjendum. Ég veit samt ekki af hverju þetta sprakk svona upp en mér finnst það ótrúlega fyndið. Það er engin uppskrift að því að láta eitthvað slá í gegn á Twitter. Vinir mínir byrjuðu að taka þátt í þessu og ég tvíta reglulega um þetta. Þetta er að hafa einhver áhrif en ég var á LungA í seinustu viku og þá voru mjög margir með Lite Lime með sér og mér fannst það skemmtilegt.“#litelimetime Tweets Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira
Virkir Twitter-notendur hafa eflaust tekið eftir kassamerkinu „litelimetime“ en það var Lóa Björk Björnsdóttir sem kom því af stað. Kassamerkið snýst um sumarbjór frá Vífilfelli sem kom nýverið í sölu og vegna mikilla vinsælda á Twitter er hann nær uppseldur í vínbúðum höfuðborgarsvæðisins. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju þetta sprakk svona. Þetta byrjaði allt saman þegar ég var í partíi og tók mynd af öllum vinum mínum með bjórinn og setti þær á Twitter. Nánustu vinirnir byrjuðu strax að taka undir sama kvöld. Svo fann vinur minn upp á kassamerkinu en ég held að það sé einn mikilvægasti hluturinn þegar eitthvað verður vinsælt á netinu í dag,“ segir Lóa. Eftir að kassamerkið fór á flug og alls konar fólk var byrjað að taka myndir af sér með bjórinn ákvað Lóa að prufa að hafa samband við Vífilfell. „Ég sendi á þau póst og sagði þeim frá þessu. Þau gáfu mér í kjölfarið 96 bjóra og voru spennt að fylgjast með þessu áfram. Þetta á fyrst og fremst að vera fyndið og skemmtilegt. Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að fólk sé að taka þátt sé að það skilur þetta ekki alveg enda meikar þetta í raun engan sens.“ Íslenska Twitter-samfélagið er mjög lítið en virkt. „Ég er búin að vera á Twitter frá árinu 2011 og er komin með nokkra fylgjendur og mínir fylgjendur eru með fullt af sínum eigin fylgjendum. Ég veit samt ekki af hverju þetta sprakk svona upp en mér finnst það ótrúlega fyndið. Það er engin uppskrift að því að láta eitthvað slá í gegn á Twitter. Vinir mínir byrjuðu að taka þátt í þessu og ég tvíta reglulega um þetta. Þetta er að hafa einhver áhrif en ég var á LungA í seinustu viku og þá voru mjög margir með Lite Lime með sér og mér fannst það skemmtilegt.“#litelimetime Tweets
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fleiri fréttir Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Sjá meira