Skautuðu fram hjá Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Valda hvalveiðar Íslendinga því að boðskort frá erlendum ríkjum "týnast í pósti“? vísir/jón sigurður Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira