Skautuðu fram hjá Íslandi Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Valda hvalveiðar Íslendinga því að boðskort frá erlendum ríkjum "týnast í pósti“? vísir/jón sigurður Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira
Fimm ríki gerðu með sér samkomulag þann 16. júlí síðastliðinn um takmarkanir á veiðum á norðurheimskautinu og um rannsóknir á lífríki svæðisins. Íslandi var ekki boðin þátttaka en stendur til boða að ganga að samkomulaginu síðar. Ríkin sem um ræðir eru Bandaríkin, Rússland, Kanada, Noregur og Danmörk fyrir hönd Grænlands. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sagði í viðtali við Skessuhorn á mánudaginn að það kæmi fyrir að Íslandi væri ekki boðið á fundi um málefni hafsins vegna hvalveiða Íslendinga. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins til utanríkisráðuneytisins kemur fram að Íslandi var ekki boðið að taka þátt í samkomulaginu og ekki er gert ráð fyrir því að hvalveiðar Íslands hafi átt í hlut enda á Noregur, sem er hvalveiðiþjóð, þátt í samkomulaginu. Sambærileg fyrirspurn var borin undir bandaríska utanríkisráðuneytið en í svari við henni kemur fram að ríkin fimm sem eiga aðild að samkomulaginu eigi efnahagslögsögu að norðurskautinu og því hafi þau gert með sér samkomulagið. Næsta skref verður að bjóða öðrum ríkjum að taka þátt í samstarfinu og Ísland verður þar á meðal. Samkomulagið sem um ræðir tilgreinir að fiskveiðiskip ríkjanna fimm skuli fylgja fyrirmælum svæðisbundinna fiskveiðistjórnunarsamtaka og að alþjóðlegum reglum um veiði og lífríki sjávar skuli fylgt. Þá stefna samningsaðilar á að koma á fót sameiginlegum rannsóknarvettvangi til að rannsaka og skilja lífríki sjávar við norðurheimskautið. Enn fremur munu aðilar stuðla að sameiginlegu eftirliti á svæðinu og blátt bann er lagt við öllum fiskveiðum sem grafa undan markmiðum samkomulagsins. Ríkisstofnunum í Bandaríkjunum barst í apríl í fyrra tilskipun frá Hvíta húsinu þess efnis að endurskoða ætti samskipti Íslands og Bandaríkjanna á viðeigandi vettvangi og meðal annars skyldi Ísland sniðgengið á fundum og ráðstefnum um málefni hafsins. Í júní í fyrra hélt bandaríska utanríkisráðuneytið til að mynda ráðstefnuna Our Ocean þar sem fulltrúar strandríkja ræddu sjálfbærar fiskveiðar og mengun sjávar en Íslandi var haldið utan við hana. Enn fremur hefur Obama Bandaríkjaforseti sagt að hvalveiðar Íslendinga verði settar undir smásjá Bandaríkjanna og Íslendingar yrðu hvattir til að láta af hvalveiðum.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Fleiri fréttir Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Sjá meira