Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2015 15:31 Bryndís Hlöðversdóttir þykir álitlegur kostur, að mati aðila vinnumarkaðarins, sem nýr ríkissáttasemjari. Samkvæmt heimildum Vísis hefur nafn Bryndísar Hlöðversdóttur, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar, verið haldið á lofti meðal aðila vinnumarkaðarins sem álitlegum kandídat og góðum kosti sem nýr ríkissáttasemjari. Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun þriggja manna nefnd ganga í það verk að meta hæfi umsækjenda. Hæfisnefndin er skipuð tveimur fulltrúum aðila vinnumarkaðarins en einn fulltrúi er skipaður Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkissáttasemjari hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Á fjórða tug kjaradeilna hafa verið send til ríkissáttasemjara á síðustu mánuðum og stefnir í hörðustu deilur á vinnumarkaðnum í áratugi. Því er mikilvægt á þessum tímum að fá ríkissáttasemjara til starfa sem hefur traust beggja aðila, bæði ríkis og aðila vinnumarkaðins. Mikið mun mæða á nýjum ríkissáttasemjara á fyrstu dögum hans í embætti og því verða hveitibrauðsdagarnir í embætti harla fáir. Nafn Bryndísar hefur komið upp sem álitlegur kostur meðal aðila vinnumarkaðarins samkvæmt heimildum Vísis. Bryndís var árið 2013 ráðin starfsmannastjóri Landspítalans og var ráðin úr hópi 35 umsækjenda. Áður var hún rektor Háskólans á Bifröst, aðstoðarrektor og formaður lagadeildar skólans. Einnig var hún þingmaður Samfylkingar og Alþýðubandalagsins frá 1995 - 2005. Hún hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir hið opinbera. Bryndis er lögfræðingur að mennt. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis hefur nafn Bryndísar Hlöðversdóttur, fyrrum þingmanns Samfylkingarinnar, verið haldið á lofti meðal aðila vinnumarkaðarins sem álitlegum kandídat og góðum kosti sem nýr ríkissáttasemjari. Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun þriggja manna nefnd ganga í það verk að meta hæfi umsækjenda. Hæfisnefndin er skipuð tveimur fulltrúum aðila vinnumarkaðarins en einn fulltrúi er skipaður Eygló Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra. Ríkissáttasemjari hefur haft í nógu að snúast upp á síðkastið. Á fjórða tug kjaradeilna hafa verið send til ríkissáttasemjara á síðustu mánuðum og stefnir í hörðustu deilur á vinnumarkaðnum í áratugi. Því er mikilvægt á þessum tímum að fá ríkissáttasemjara til starfa sem hefur traust beggja aðila, bæði ríkis og aðila vinnumarkaðins. Mikið mun mæða á nýjum ríkissáttasemjara á fyrstu dögum hans í embætti og því verða hveitibrauðsdagarnir í embætti harla fáir. Nafn Bryndísar hefur komið upp sem álitlegur kostur meðal aðila vinnumarkaðarins samkvæmt heimildum Vísis. Bryndís var árið 2013 ráðin starfsmannastjóri Landspítalans og var ráðin úr hópi 35 umsækjenda. Áður var hún rektor Háskólans á Bifröst, aðstoðarrektor og formaður lagadeildar skólans. Einnig var hún þingmaður Samfylkingar og Alþýðubandalagsins frá 1995 - 2005. Hún hefur einnig gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir hið opinbera. Bryndis er lögfræðingur að mennt.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Fleiri fréttir Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Sjá meira