Innlent

Konan leitaði sér aðstoðar

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögregla segir konuna hafa verið undir áhrifum vímuefna og fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa.
Lögregla segir konuna hafa verið undir áhrifum vímuefna og fengið að sofa úr sér vímuna í fangaklefa. Vísir/Anton
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að koma ekki ungri konu í annarlegu ástandi undir læknishendur í gærkvöldi. Greint var frá máli konunnar í dagbókarfærslu lögreglunnar í morgun en þar kom fram að lögreglunni hefði borist tilkynning um konu í annarlegu ástandi á Hverfisgötu sem var í g-streng einum klæða. Var hún sögð vegna ástands ekki hafa geta gefið deili á sér og var hún í kjölfarið færð í fangaklefa.

Hafa margir sett út á þessu vinnubrögð lögreglunnar og spurt hvers vegna konan var ekki færð undir læknishendur. Björgvin Mýrdal, ritari Snarrótarinnar, félags áhugamanna um opið samfélag, mannréttindi og upplýsingafrelsi, sagði til að mynda í athugasemd við frétt Vísis af málinu að hann hefði talið skynsamlegasta að gera það.

Vil taka fram að vangaveltur um sveppavímu komu upp í miðjum samræðum við blaðamann þegar hugmyndir um orsakir hegðunar...

Posted by Björgvin Mýrdal on Monday, September 28, 2015
Kristján Ólafur Guðnason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi konuna hafa verið undir áhrifum vímuefna og þess vegna vistuð í fangageymslu lögreglunnar þar sem hún fékk að sofa úr sér vímuna.

„Konan var handtekin sökum vímuneyslu og ástands. Hún leitaði sér aðstoðar næsta morgun vegna þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×