Segja Landvernd stuðla að utanvegaakstri á hálendinu Samúel Karl Ólason skrifar 4. október 2015 13:30 Frá Kjalvegi. Vísir/GVA Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja við Kjalveg segja Landvernd beinlínis stuðla að utanvegaakstri á hálendinu. Þeir undrast „harkalega framgöngu Landverndar“ sem kært hefur Skipulagsstofnun vegna verkefna Vegagerðarinnar varðandi lagfæringar á Kjalvegi. Í tilkynningu frá ferðaþjónustufyrirtækjunum segir að málarekstur Landverndar sé afar undarlegur og hann muni líklega tefja fyrir nauðsynlegum lagfæringum. Þannig stuðli Landvernd beinlínis að utanvegaakstri á hálendinu. „Landvernd í orði en ekki á borði,“ segir í tilkynningunni. „Við viljum halda því til haga að það skýtur skökku við að samtök eins og Landvernd standi í vegi fyrir því að stoðvegir á hálendinu séu lagfærðir,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Hálendismiðstöðvar í Kerlingafjöllum, í samtali við fréttastofu. Í tilkynningunni segir einnig að Vegagerðin hafi gripið til þess ráðs að nota hluta af fjárveitingum til viðhalds vegakerfisins til að laga Kjalveg í áföngum. Þannig hafi náðst að þoka veginum nokkra sentímetra upp fyrir umhverfi sitt á köflum. Bláskógarbyggð hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir um þriggja kílómetra langan kafla norðan Hvítár að Árbúðum. Ferðaþjónustufyrirtækin segja það vera viðhaldsverkefni en ekki nýja framkvæmd sem kalli á umhverfismat. „Málarekstur Landverndar hefur sinn gang og líklega tefst viðhald á þessum tiltekna kafla á meðan. Vatnið rennur áfram um niðurgrafinn vegslóðann og vegfarendur freista þess að krækja hjá pollum og keldum, með akstri utan vegar.“ Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Fulltrúar ferðaþjónustufyrirtækja við Kjalveg segja Landvernd beinlínis stuðla að utanvegaakstri á hálendinu. Þeir undrast „harkalega framgöngu Landverndar“ sem kært hefur Skipulagsstofnun vegna verkefna Vegagerðarinnar varðandi lagfæringar á Kjalvegi. Í tilkynningu frá ferðaþjónustufyrirtækjunum segir að málarekstur Landverndar sé afar undarlegur og hann muni líklega tefja fyrir nauðsynlegum lagfæringum. Þannig stuðli Landvernd beinlínis að utanvegaakstri á hálendinu. „Landvernd í orði en ekki á borði,“ segir í tilkynningunni. „Við viljum halda því til haga að það skýtur skökku við að samtök eins og Landvernd standi í vegi fyrir því að stoðvegir á hálendinu séu lagfærðir,“ segir Páll Gíslason, framkvæmdastjóri Hálendismiðstöðvar í Kerlingafjöllum, í samtali við fréttastofu. Í tilkynningunni segir einnig að Vegagerðin hafi gripið til þess ráðs að nota hluta af fjárveitingum til viðhalds vegakerfisins til að laga Kjalveg í áföngum. Þannig hafi náðst að þoka veginum nokkra sentímetra upp fyrir umhverfi sitt á köflum. Bláskógarbyggð hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir um þriggja kílómetra langan kafla norðan Hvítár að Árbúðum. Ferðaþjónustufyrirtækin segja það vera viðhaldsverkefni en ekki nýja framkvæmd sem kalli á umhverfismat. „Málarekstur Landverndar hefur sinn gang og líklega tefst viðhald á þessum tiltekna kafla á meðan. Vatnið rennur áfram um niðurgrafinn vegslóðann og vegfarendur freista þess að krækja hjá pollum og keldum, með akstri utan vegar.“
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira