Gátan um fjárdauðann óleyst Svavar Hávarðsson skrifar 22. ágúst 2015 09:00 Hvort fé hafi haldið áfram að hrynja niður skýrist kannski ekki fyrr en í haust. vísir/vilhelm Ennþá er gátan um hinn mikla og útbreidda fjárdauða í fyrravetur óleyst. Rannsókn á blóðsýnum úr víðtækri sýnatöku úr hræjum sem fram fór í Noregi í sumar skilaði engri skýringu. Frekari rannsókn blóðsýna stendur yfir á Keldum. Þetta staðfestir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Vegna fjárdauðans hófu Landssamtök sauðfjárbænda rannsókn ásamt Matvælastofnun og sérstakri könnun var hleypt af stokkunum. Þessi rafræna spurningakönnun hafði það að markmiði að fá yfirsýn yfir umfang og útbreiðslu þessarar óútskýrðu aukningar í dauða sauðfjár í vetur og freista þess að finna vísbendingar um orsök vandamálsins. Þegar könnuninni var lokað 28. júní höfðu 311 bændur af u.þ.b. 2.000 tekið þátt. Af könnuninni að dæma drapst um helmingi fleira fé í ár en undanfarin tvö ár, eða að meðaltali 4%. Mest voru afföllin á Vesturlandi og Suðurlandi. Hjá helmingi svarenda drapst meira en eðlilegt getur talist eða meira en 2%. Hjá 10% svarenda voru afföllin meiri en 8% og hæsta tíðnin var 30%, eins og kemur fram í stöðuskýrslu Matvælastofnunar. Fjöldi þess fjár sem drapst, og er á bak við þessar tölur, er að fjöldi sauðfjár á bæjum svarenda var 98.684 og af þeim drápust 4.095 eða 4,1%. Árin á undan drápust 2,3% veturinn 2013-2014 en 1,8% veturinn á undan. Þær kindur sem nýttar voru til sýnatöku og voru krufnar höfðu margar drepist úr næringarskorti. Krufning gaf engar skýringar á fjárdauðanum frekar en blóðsýnin. Sigurborg segir að blóðsýnin séu nú rannsökuð frekar hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar fer nákvæmari skoðun fram í leit að endanlegu svari. Engra niðurstöðu af þeirri vinnu er að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Í áfangaskýrslu Matvælastofnunar segir að misjafnt hafi verið hvenær svarendur urðu fyrst varir við óvenju mikinn fjárdauða. Hjá 36% fór að bera á vandamálinu fyrri hluta vetrar en hjá öðrum ekki fyrr en í mars. Minni hluti svarenda sagði að kindurnar hefðu drepist skyndilega og algengast var að þær dræpust nokkrum vikum eða mánuðum eftir að einkenna varð vart. Þá er greinilegt að á þeim bæjum þar sem fé drapst fyrri hluta vetrar voru afföllin minni en þar sem féð drapst þegar líða tók á veturinn. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Ennþá er gátan um hinn mikla og útbreidda fjárdauða í fyrravetur óleyst. Rannsókn á blóðsýnum úr víðtækri sýnatöku úr hræjum sem fram fór í Noregi í sumar skilaði engri skýringu. Frekari rannsókn blóðsýna stendur yfir á Keldum. Þetta staðfestir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun. Vegna fjárdauðans hófu Landssamtök sauðfjárbænda rannsókn ásamt Matvælastofnun og sérstakri könnun var hleypt af stokkunum. Þessi rafræna spurningakönnun hafði það að markmiði að fá yfirsýn yfir umfang og útbreiðslu þessarar óútskýrðu aukningar í dauða sauðfjár í vetur og freista þess að finna vísbendingar um orsök vandamálsins. Þegar könnuninni var lokað 28. júní höfðu 311 bændur af u.þ.b. 2.000 tekið þátt. Af könnuninni að dæma drapst um helmingi fleira fé í ár en undanfarin tvö ár, eða að meðaltali 4%. Mest voru afföllin á Vesturlandi og Suðurlandi. Hjá helmingi svarenda drapst meira en eðlilegt getur talist eða meira en 2%. Hjá 10% svarenda voru afföllin meiri en 8% og hæsta tíðnin var 30%, eins og kemur fram í stöðuskýrslu Matvælastofnunar. Fjöldi þess fjár sem drapst, og er á bak við þessar tölur, er að fjöldi sauðfjár á bæjum svarenda var 98.684 og af þeim drápust 4.095 eða 4,1%. Árin á undan drápust 2,3% veturinn 2013-2014 en 1,8% veturinn á undan. Þær kindur sem nýttar voru til sýnatöku og voru krufnar höfðu margar drepist úr næringarskorti. Krufning gaf engar skýringar á fjárdauðanum frekar en blóðsýnin. Sigurborg segir að blóðsýnin séu nú rannsökuð frekar hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Þar fer nákvæmari skoðun fram í leit að endanlegu svari. Engra niðurstöðu af þeirri vinnu er að vænta fyrr en eftir nokkrar vikur. Í áfangaskýrslu Matvælastofnunar segir að misjafnt hafi verið hvenær svarendur urðu fyrst varir við óvenju mikinn fjárdauða. Hjá 36% fór að bera á vandamálinu fyrri hluta vetrar en hjá öðrum ekki fyrr en í mars. Minni hluti svarenda sagði að kindurnar hefðu drepist skyndilega og algengast var að þær dræpust nokkrum vikum eða mánuðum eftir að einkenna varð vart. Þá er greinilegt að á þeim bæjum þar sem fé drapst fyrri hluta vetrar voru afföllin minni en þar sem féð drapst þegar líða tók á veturinn.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira