Fótbolti

Kolbeinn fékk gult spjald í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn tekur aukaspyrnu í leiknum í kvöld.
Kolbeinn tekur aukaspyrnu í leiknum í kvöld. vísir/afp
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði Nantes sem vann 1-0 sigur á Reims í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Eina mark leiksins lét bíða eftir sér, en það kom á 77. mínútu. Ermir Lenjani skoraði það eftir undirbúning Johan Audel.

Kolbeinn Sigþórsson var tekinn af velli í uppbótartíma eftir að hafa fengið gult spjald á þrettándu mínútu, en þetta var annar sigur Nantes í fyrstu þremur leikjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×