Kærir ráðningu Bryndísar í starf ríkissáttasemjara Jakob Bjarnar skrifar 30. ágúst 2015 20:44 Þórólfur segir sig hafa betri menntun en Bryndís til að gegna starfi ríkissáttasemjara, og hann telur skipan matsnefndar Eyglóar og ferlið allt hið einkennilegasta. Þórólfur Matthíasson prófessor, sem var einn áttaumsækjenda um starf ríkissáttasemjara fyrr í sumar, telur leikrit hafa verið sett á svið, það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða að Bryndís Hlöðversdóttir fengi starf ríkissáttasemjara, en ekki hann sem þó er betur menntaður til starfsins. Þórólfur hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem hann fer fram á að farið verði í saumana á ráðningarferlinu. „Umkvörtunarefnið snýr að því hvort vandaðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir við undirbúning, málsmeðferð og skipun í embætti ríkissáttasemjara vorið 2015,“ segir í erindi Þórólfs til umboðsmanns, en Vísir hefur það undir höndum. Þar segir að ferlið sé í þrettán atriðum á skjön við góða, skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu. „Það sem stuðar mig er að ég tel mig vera með meiri menntun heldur en Bryndís hefur og mér finnst síðan ferlið sjálft hannað með svolítið sérstökum hætti: Ráðherrann kallar til nefnd sem fer yfir hæfni umsækjenda og virðist sem aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, tilnefni fulltrúa í þessa hæfnisumsagnarnefnd og síðan er ráðuneytið sem tilnefnir einn sem er formaður, allir lögfræðingar. Þetta er gert eftir að umsækjendahópurinn er ljós,“ segir Þórólfur.Búið að ákveða hver fengi starfiðHann segir að ef litið er til menntunarbakgrunns ríkissáttasemjara allt frá því Torfi Hjartarson var og hét, og Þórólfur barn að aldri, hafi þeir allir haft viðskipta- eða hagfræði sem bakgrunn. En, sá er einmitt bakgrunnur Þórólfs. „Þegar lögfræðingar eru fengnir í þetta, þá finnst mér að verið sé að veikja mína möguleika til að fá sanngjarna og óhlutdræga umfjöllun, vegna þess að það var greinilegt að aðalkandídatinn, ASÍ og SA, er lögfræðingur.“ Þórólfur segist spurður ekki geta fullyrt neitt en það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða hver fengi starfið - Bryndís. „Þegar ég lít yfir ferlið þá finnst mér það blasa við.“ Spurður segir Þórólfur hafa íhugað að kæra þetta til jafnréttisnefndar en þessi hafi orðið niðurstaðan. „Ég ákvað að fara heldur til umboðsmanns og það tengist nú líka því að umboðsmaður hefur fjallað um svipað mál áður þar sem ekki er farið eftir ábendingum hans, í þessu máli. Mér sýnist ekki farið eftir þeim í þessu efni. Mér fannst ég hafa málefnaleg rök fyrir því að kíkja á þetta aftur.“Leikrit sett á sviðÞórólfur bendir á að tímafrestir hafi verið hafðir naumir, augljóslega til að reyna að koma í veg fyrir að ráðningin yrði kærð. En, hvað er það sem hann vill fá fram með kæru sinni til umboðsmanns Alþingis? „Ég vil alla veganna að það verði slegið á fingur ráðherrans hvað þetta varðar. Og almennt talað; ef stjórnsýslulögin og stjórnsýslureglurnar eru gerð að leikriti, eða formi um leikrit sem leikið er, þá eru þær gagnslausar. Ef maður hugsar með sér að þetta sé búið og gert og ekkert meira um það að segja, þá sitjum við eftir með mjög lélega stjórnsýslu. Við erum svo fá í landinu að við megum ekki láta það yfir okkur ganga, þá erum við að svíkja börn okkar og barnabörn.“ Alþingi Tengdar fréttir Bryndís verður ríkissáttasemjari Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið skipuð ríkissáttasemjari til næstu fimm ára. 27. maí 2015 11:39 Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðuneytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu. 3. júní 2015 07:00 Átta vilja verða ríkissáttasemjari Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi. 8. maí 2015 12:53 Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun hæfisnefnd meta umsækjendur. 7. maí 2015 15:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor, sem var einn áttaumsækjenda um starf ríkissáttasemjara fyrr í sumar, telur leikrit hafa verið sett á svið, það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða að Bryndís Hlöðversdóttir fengi starf ríkissáttasemjara, en ekki hann sem þó er betur menntaður til starfsins. Þórólfur hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem hann fer fram á að farið verði í saumana á ráðningarferlinu. „Umkvörtunarefnið snýr að því hvort vandaðir stjórnsýsluhættir hafi verið viðhafðir við undirbúning, málsmeðferð og skipun í embætti ríkissáttasemjara vorið 2015,“ segir í erindi Þórólfs til umboðsmanns, en Vísir hefur það undir höndum. Þar segir að ferlið sé í þrettán atriðum á skjön við góða, skilvirka og gagnsæja stjórnsýslu. „Það sem stuðar mig er að ég tel mig vera með meiri menntun heldur en Bryndís hefur og mér finnst síðan ferlið sjálft hannað með svolítið sérstökum hætti: Ráðherrann kallar til nefnd sem fer yfir hæfni umsækjenda og virðist sem aðilar vinnumarkaðarins, SA og ASÍ, tilnefni fulltrúa í þessa hæfnisumsagnarnefnd og síðan er ráðuneytið sem tilnefnir einn sem er formaður, allir lögfræðingar. Þetta er gert eftir að umsækjendahópurinn er ljós,“ segir Þórólfur.Búið að ákveða hver fengi starfiðHann segir að ef litið er til menntunarbakgrunns ríkissáttasemjara allt frá því Torfi Hjartarson var og hét, og Þórólfur barn að aldri, hafi þeir allir haft viðskipta- eða hagfræði sem bakgrunn. En, sá er einmitt bakgrunnur Þórólfs. „Þegar lögfræðingar eru fengnir í þetta, þá finnst mér að verið sé að veikja mína möguleika til að fá sanngjarna og óhlutdræga umfjöllun, vegna þess að það var greinilegt að aðalkandídatinn, ASÍ og SA, er lögfræðingur.“ Þórólfur segist spurður ekki geta fullyrt neitt en það líti út fyrir að búið hafi verið að ákveða hver fengi starfið - Bryndís. „Þegar ég lít yfir ferlið þá finnst mér það blasa við.“ Spurður segir Þórólfur hafa íhugað að kæra þetta til jafnréttisnefndar en þessi hafi orðið niðurstaðan. „Ég ákvað að fara heldur til umboðsmanns og það tengist nú líka því að umboðsmaður hefur fjallað um svipað mál áður þar sem ekki er farið eftir ábendingum hans, í þessu máli. Mér sýnist ekki farið eftir þeim í þessu efni. Mér fannst ég hafa málefnaleg rök fyrir því að kíkja á þetta aftur.“Leikrit sett á sviðÞórólfur bendir á að tímafrestir hafi verið hafðir naumir, augljóslega til að reyna að koma í veg fyrir að ráðningin yrði kærð. En, hvað er það sem hann vill fá fram með kæru sinni til umboðsmanns Alþingis? „Ég vil alla veganna að það verði slegið á fingur ráðherrans hvað þetta varðar. Og almennt talað; ef stjórnsýslulögin og stjórnsýslureglurnar eru gerð að leikriti, eða formi um leikrit sem leikið er, þá eru þær gagnslausar. Ef maður hugsar með sér að þetta sé búið og gert og ekkert meira um það að segja, þá sitjum við eftir með mjög lélega stjórnsýslu. Við erum svo fá í landinu að við megum ekki láta það yfir okkur ganga, þá erum við að svíkja börn okkar og barnabörn.“
Alþingi Tengdar fréttir Bryndís verður ríkissáttasemjari Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið skipuð ríkissáttasemjari til næstu fimm ára. 27. maí 2015 11:39 Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðuneytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu. 3. júní 2015 07:00 Átta vilja verða ríkissáttasemjari Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi. 8. maí 2015 12:53 Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun hæfisnefnd meta umsækjendur. 7. maí 2015 15:31 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Sjá meira
Bryndís verður ríkissáttasemjari Bryndís Hlöðversdóttir hefur verið skipuð ríkissáttasemjari til næstu fimm ára. 27. maí 2015 11:39
Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Nýr ríkissáttasemjari hefur komið víða við á starfsferlinum. Meðal annars hefur hún starfað í dómsmálaráðuneytinu og var þingmaður í tíu ár. Hún spilar golf og gengur á fjöll í frítíma, helst á íslenska hálendinu. 3. júní 2015 07:00
Átta vilja verða ríkissáttasemjari Nýr sáttasemjari verður skipaður frá og með 1. júní næstkomandi. 8. maí 2015 12:53
Bryndís Hlöðversdóttir nýr ríkissáttasemjari? Umsóknarfrestur um starf ríkissáttasemjara er liðinn og mun hæfisnefnd meta umsækjendur. 7. maí 2015 15:31