Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Reynslubolti Bryndís byrjaði starfsferilinn í dómsmálaráðuneytinu. fréttablaðið/gva Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar. Alþingi Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar.
Alþingi Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Góður hárblástur og smink á morgnana á undanhaldi Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Sjá meira
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent
15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Viðskipti innlent