Fótbolti

Kristinn byrjaði inn á í sigri Columbus

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn lék í 78 mínútur í nótt.
Kristinn lék í 78 mínútur í nótt. mynd/facebook-síða columbus crew
Kristinn Steindórsson var í byrjunarliði Columbus Crew sem vann 1-2 Colorado Rapids í MLS-deildinni í Bandaríkjunum í nótt.

Kei Kamara skoraði bæði mörk Columbus en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 17 mörk.

Kristinn fór af velli á 78. mínútu en þá var staðan 1-2, Columbus í vil. Kristinn hefur komið við sögu í 20 af 24 leikjum Columbus á tímabilinu.

Kristinn og félagar eru í 2. sæti Austurdeildarinnar með 34 stig, 10 stigum á eftir toppliði DC United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×