Fótbolti

Sagði upp störfum nokkrum mínútum eftir fyrsta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bielsa gengur útaf fundinum.
Bielsa gengur útaf fundinum. vísir/getty
Marcelo Bielsa sagði upp störfum sem stjóri Marseille í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi, einungis nokkrum mínútum eftir fyrsta leik þeirra í deildinni þetta tímabilið.

Marseille tapaði 1-0 gegn Caen í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar, en eftir leikinn sagði Bielsa að hann hafi lokið störfum hjá Marseille.

„Ég hef lokið minni vinnu hér. Ég mun snúa aftur til míns heima,” sagði Argentínumaðurinn sem hafði ekki sagt leikmönnum sínum þetta þegar blaðamannafundurinn bar í garð.

Hann afhenti forseta Marseille uppsagnabréfið áður en hann gekk inná blaðamannafundinn, en hann var á sínu öðru tímabili með Marseille. Þeir lentu í fjórða sæti undir hans stjórn í fyrra.

Bielsea hefur áður þjálfað félagslið á borð við Athletic Bilbao og Espanyol. Auk þess hefur hann þjálfað landslið Argentínu og Síle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×