Fótbolti

Alfreð skoraði fyrir Olympiakos

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð með trefil félagsins þegar hann gekk í raðir liðsins.
Alfreð með trefil félagsins þegar hann gekk í raðir liðsins. vísir/heimasíða Olympiakos
Alfreð Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark fyrir Olympiakos þegar hann skoraði í 2-1 sigri liðsins á Besiktas í æfingarleik í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik, en Alfreð kom Olympiakos yfir með marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf á 59. mínútu. Ragnstöðufnykur var af markinu, en ekkert dæmt.

Necip Uysal jafnaði metinn fyrir Besiktas, en David Fuster Torrijos skoraði sigurmarkið fyrir Olympiakos úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Lokatölur 2-1 sigur Olympiakos.

Tvær vikur eru í að gríska deildin hefjist og eru það frábær tíðindi fyrir Alfreð að vera strax búinn að skora fyrir Olympiakos, en hann er á láni frá Real Sociedad.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×