Fótbolti

Viðar Örn í tapliði gegn Robinho og félögum | Eiður lék í hálftíma í jafntefli

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Viðar Örn stuttu eftir undirskriftina í Kína.
Viðar Örn stuttu eftir undirskriftina í Kína. Vísir/Twitter-síða Jiangsu.
Viðar Örn Kjartansson var í byrjunarliði Jiangsu Sainty í 0-1 tapi gegn toppliði Guangzhou Evergrande í kínversku úrvalsdeildinni í dag. Viðar var tekinn af velli í uppbótartíma en Sölvi Geir Ottesen kom ekki við sögu í leiknum.

Jiangsu Sainty vann síðasta leik liðsins eftir að hafa aðeins fengið eitt stig í þremur leikjum á undan því en verkefni dagsins var erfitt. Topplið Guangzhou Evergrande var mætt til leiks með Robinho og Paulinho.

Sigurmark leiksins kom ekki fyrr en á 93. mínútu þegar hinn brasilíski Ricardo Goulart skoraði og tryggði félagi sínu þrjú stig. Með sigrinum heldur Guangzhou toppsæti kínversku úrvalsdeildarinnar.

Eiður Smári Guðjohnsen byrjaði á varamannabekk Shijiazhuang Ever Bright gegn Tianjin Teda en hann kom inná þegar hálftími var til leiksloka í stöðunni 0-1. Eiði og félögum tókst ekki að halda út en argentínski framherjinn Hernan Barcos jafnaði fyrir Tianjin Teda undir lok venjulegs leiktíma.

Shijiazhuang skaust upp fyrir Shanghai Shenhua með jafnteflinu í 5. sætið með 33 stig en Jiangsu Sainty situr í 8. sæti með 29 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×