Tveir látist vegna streptókokkasýkingar á árinu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. ágúst 2015 20:07 Tveir hafa látist á Íslandi af völdum streptókokkasýkingar á fyrstu sex mánuðum ársins og sjö til viðbótar veikst alvarlega. Vonir eru bundnar við að tímamótaniðurstöður í rannsókn sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í nýtist í baráttunni gegn bakteríunni. Streptókokkasýkingar eru hlutfallslega algengari á Íslandi en í öðrum löndum og þeim hefur fjölgað á síðustu árum. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka af flokki A fær hálsbólgu sem sjaldnast er alvarleg. Bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Þannig veikjast árlega á bilinu 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkingar. Þar af látast 3 til 5 á ári. „Á þessu ári samkvæmt bráðabirgðatölum hafa greinst níu manns og þar af eru tveir látnir,“ segir Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir. Bakterían leggst oft á hraust fólk og eru dæmi um að börn hafi látist völdum hennar. „Þessi baktería getur valdið sýkingum hjá öllum aldurshópum og gerir það. Það er aukin hætta sem að fylgir hærri aldri, en það er í raun og veru enginn aldurshópur sem er undanskilinn.“ Magnús segir sýkingarnar oft breiðast hratt út. „Af þeim sem að fá alvarlegustu form af þessari sýkingu þá er um það bil helmingur látinn innan sólarhrings.“ Hann segir einnig að það sé sérstakt að sjúkdómur leggist á ungt og hraust fólk. Sú staðreynd var hvatinn að umfangsmikilli rannsókn á streptókokkasýkingum sem hafin var árið 2010. Niðurstöður hennar voru birtar í gær, en hún var unnin af íslenskum, finnskum og bandarískum vísindamönnum. Niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli og þykja varpa ljósi á það af hverju streptókokkafaraldrar breiðast út. Vonast er til að það verði meðal annars til þess að auka möguleika á þróun nýrra lyfja og bóluefna. Við gerð rannsóknarinnar voru notuð sýni sem safnað hefur verið saman á sýklafræðideildinni í nærri þrjá áratugi. Magnús vonast til að aðferðin sem notuð er geti nýst við gerð annarra rannsókna. „Sýklalyfjaónæmi og nýjar bakteríur og nýjar örverur eru stöðugt að koma fram og þetta er þá aðferð sem að vonandi hefur sannað sig og við getum þá nýtt í framhaldinu.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Tveir hafa látist á Íslandi af völdum streptókokkasýkingar á fyrstu sex mánuðum ársins og sjö til viðbótar veikst alvarlega. Vonir eru bundnar við að tímamótaniðurstöður í rannsókn sem íslenskir vísindamenn tóku þátt í nýtist í baráttunni gegn bakteríunni. Streptókokkasýkingar eru hlutfallslega algengari á Íslandi en í öðrum löndum og þeim hefur fjölgað á síðustu árum. Meirihluti þeirra sjúklinga sem fær streptókokka af flokki A fær hálsbólgu sem sjaldnast er alvarleg. Bakteríurnar geta þó verið hættulegar og meðal annars valdið blóðeitrun og sýkingum í vöðva. Þannig veikjast árlega á bilinu 15 til 20 Íslendingar alvarlega af völdum streptókokkasýkingar. Þar af látast 3 til 5 á ári. „Á þessu ári samkvæmt bráðabirgðatölum hafa greinst níu manns og þar af eru tveir látnir,“ segir Magnús Gottfreðsson, smitsjúkdómalæknir. Bakterían leggst oft á hraust fólk og eru dæmi um að börn hafi látist völdum hennar. „Þessi baktería getur valdið sýkingum hjá öllum aldurshópum og gerir það. Það er aukin hætta sem að fylgir hærri aldri, en það er í raun og veru enginn aldurshópur sem er undanskilinn.“ Magnús segir sýkingarnar oft breiðast hratt út. „Af þeim sem að fá alvarlegustu form af þessari sýkingu þá er um það bil helmingur látinn innan sólarhrings.“ Hann segir einnig að það sé sérstakt að sjúkdómur leggist á ungt og hraust fólk. Sú staðreynd var hvatinn að umfangsmikilli rannsókn á streptókokkasýkingum sem hafin var árið 2010. Niðurstöður hennar voru birtar í gær, en hún var unnin af íslenskum, finnskum og bandarískum vísindamönnum. Niðurstöðurnar hafa vakið nokkra athygli og þykja varpa ljósi á það af hverju streptókokkafaraldrar breiðast út. Vonast er til að það verði meðal annars til þess að auka möguleika á þróun nýrra lyfja og bóluefna. Við gerð rannsóknarinnar voru notuð sýni sem safnað hefur verið saman á sýklafræðideildinni í nærri þrjá áratugi. Magnús vonast til að aðferðin sem notuð er geti nýst við gerð annarra rannsókna. „Sýklalyfjaónæmi og nýjar bakteríur og nýjar örverur eru stöðugt að koma fram og þetta er þá aðferð sem að vonandi hefur sannað sig og við getum þá nýtt í framhaldinu.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira