Fimmtungur erlendra kaus til sveitarstjórnar Sveinn Arnarsson skrifar 4. desember 2015 07:00 Af þeim rúmlega tíu þúsund útlendingum sem voru á kjörskrá nýttu aðeins um tvö þúsund rétt sinn. "Hljóðlátur hópur sem fer ört stækkandi,“ segir Hallfríður Þórarinsdóttir. vísir/pjetur Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor Kosningaþátttaka erlendra ríkisborgara var afspyrnuléleg í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. Aðeins fimmti hver útlendingur sem var á kjörskrá nýtti rétt sinn. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir lélega kosningaþátttöku þessa hóps umhugsunarefni. Kosningaþátttaka almennt í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra var í sögulegu lágmarki. Aðeins kusu 66,5 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Kjörsóknin hefur aldrei verið minni í sögu sveitarstjórnarkosninga á Íslandi. Alls voru 10.183 erlendir ríkisborgarar á kjörskrá í fyrra en af þeim kusu aðeins 2.125 eða 21 prósent. Kjörsókn fólks með ríkisfang á Norðurlöndum var 56,7 prósent en aðeins 17 prósent meðal annarra erlendra ríkisborgara. „Það er áhugavert að sjá að kjörsókn Skandinava slagar upp í þá kjörsókn sem var í fyrra. Hins vegar er gríðarlegur munur á milli þeirra og annarra,“ segir Grétar Þór. „Þessir einstaklingar eru hluti af þessu samfélagi og greiða útsvar eins og aðrir og því er slæmt ef þeir nýta sér ekki þann borgaralega rétt sinn til að hafa áhrif á samfélag sitt. Þetta er í raun umhugsunarvert og þyrfti að skoða betur hvernig stendur á svo slakri kosningaþátttöku.“ Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður MIRRA, sem er miðstöð innflytjendarannsókna Reykjavíkurakademíunnar, segir þetta slæm tíðindi. „Það vantar upp á að stjórnmálamenn reyni að ná til þessa hóps. Þessi hópur er afskaplega hljóðlátur og á sér ekki rödd í íslensku samfélagi en hún mun verða sterkari með hverju árinu sem líður,“ segir Hallfríður. „Þessi hópur kýs aðeins í sveitarstjórnarkosningum en hefur ekki atkvæðisrétt í kosningum til Alþingis. Því veltir maður því fyrir sér hvort stjórnmálaflokkar finni ekki þörf til að ná til þessa hóps þar sem þeir kjósa ekki til Alþingis. Það skiptir miklu máli að þessi hópur hafi sterka rödd og að stjórnmálaflokkar líti til hans.“ 2006 var fjöldi erlendra ríkisborgara með kosningarétt hér alls 4.391 og þátttaka þeirra 40,4 prósent, 62,5 prósent meðal norrænna ríkisborgara og 34,4 prósent hjá öðrum erlendum kjósendum. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor Kosningaþátttaka erlendra ríkisborgara var afspyrnuléleg í sveitarstjórnarkosningunum árið 2014. Aðeins fimmti hver útlendingur sem var á kjörskrá nýtti rétt sinn. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir lélega kosningaþátttöku þessa hóps umhugsunarefni. Kosningaþátttaka almennt í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra var í sögulegu lágmarki. Aðeins kusu 66,5 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Kjörsóknin hefur aldrei verið minni í sögu sveitarstjórnarkosninga á Íslandi. Alls voru 10.183 erlendir ríkisborgarar á kjörskrá í fyrra en af þeim kusu aðeins 2.125 eða 21 prósent. Kjörsókn fólks með ríkisfang á Norðurlöndum var 56,7 prósent en aðeins 17 prósent meðal annarra erlendra ríkisborgara. „Það er áhugavert að sjá að kjörsókn Skandinava slagar upp í þá kjörsókn sem var í fyrra. Hins vegar er gríðarlegur munur á milli þeirra og annarra,“ segir Grétar Þór. „Þessir einstaklingar eru hluti af þessu samfélagi og greiða útsvar eins og aðrir og því er slæmt ef þeir nýta sér ekki þann borgaralega rétt sinn til að hafa áhrif á samfélag sitt. Þetta er í raun umhugsunarvert og þyrfti að skoða betur hvernig stendur á svo slakri kosningaþátttöku.“ Dr. Hallfríður Þórarinsdóttir, forstöðumaður MIRRA, sem er miðstöð innflytjendarannsókna Reykjavíkurakademíunnar, segir þetta slæm tíðindi. „Það vantar upp á að stjórnmálamenn reyni að ná til þessa hóps. Þessi hópur er afskaplega hljóðlátur og á sér ekki rödd í íslensku samfélagi en hún mun verða sterkari með hverju árinu sem líður,“ segir Hallfríður. „Þessi hópur kýs aðeins í sveitarstjórnarkosningum en hefur ekki atkvæðisrétt í kosningum til Alþingis. Því veltir maður því fyrir sér hvort stjórnmálaflokkar finni ekki þörf til að ná til þessa hóps þar sem þeir kjósa ekki til Alþingis. Það skiptir miklu máli að þessi hópur hafi sterka rödd og að stjórnmálaflokkar líti til hans.“ 2006 var fjöldi erlendra ríkisborgara með kosningarétt hér alls 4.391 og þátttaka þeirra 40,4 prósent, 62,5 prósent meðal norrænna ríkisborgara og 34,4 prósent hjá öðrum erlendum kjósendum.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent