Túlka ber reglur um vopnaburð lögreglu þröngt Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2015 19:30 Innanríkisráðherra segir enga ákvörðun liggja fyrir um aukin vopnaburð lögreglu umfram það sem verið hafi og túlka beri heimildir hennar til notkunar vopna þröngt. Formaður Samfylkingarinnar segir vopnaburð lögreglu geta aukið á óöryggi almennings og lögreglu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag í ljósi þeirra frétta sem hafa verið af þeim málum að undanförnu. Hann eins og flestir sem tóku til máls, hældi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra fyrir hvernig hún hefði almennt haldið á þessum málum meðal annars með birtingu reglna um vopnaburð lögreglu. Gagnsæi væri mikilvægt því aukinn vopnaburður gæti dregið úr öryggi almennings og lögreglu. „Þau geta kallað á harðari heim. Þau geta kallað á harkalegri viðbrögð glæpamanna og það er ekkert gefið um það að við upplifum öll öryggi þegar við sjáum þungvopnaða lögreglumenn,“ sagði Árni Páll. Innanríkisráðherra ítrekaði ákveðin grundvallaratriði í hennar huga. „Almenn löggæsla er vopnlaus í störfum sínum. Það er engin breyting á því. Engin ákvörðun er heldur fyrirliggjandi um aukinn vopnaburð lögreglu. Þetta skiptir máli,“ sagði Ólöf. Þingmenn voru almennt sammála um að styrkja bæri lögregluna eftir milljarða niðurskurð til hennar frá hruni en mikilvægt væri að skýrar reglur sem giltu um vopnaburð hennar, hvort sem væri í bílum eða annars staðar. Innanríkisraðherra sagði lögreglu sett mörk um valdbeitingu í lögreglulögum og reglum útgefnum af ráðherra. Í dag væru skammbyssur í sex bílum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum á landsbyggðinni. „Ekki er þörf á að breyta reglunum á meðan breyttur geymslustaður takmarkast við þann fjölda bifreiða sem nú er. En telji lögregluyfirvöld nauðsynlegt að fjölga þeim bifreiðum þar sem vopn eru geymd í læstum hirslum þannig að ekki sé einungis um sérstök tilfelli að ræða heldur nær því að vera almenn regla mun reyna mjög á gildissvið þessara regla. Enda eru á þeim ytri mörk sem ber að túlka þröngt,“ sagði Ólöf Nordal. Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Innanríkisráðherra segir enga ákvörðun liggja fyrir um aukin vopnaburð lögreglu umfram það sem verið hafi og túlka beri heimildir hennar til notkunar vopna þröngt. Formaður Samfylkingarinnar segir vopnaburð lögreglu geta aukið á óöryggi almennings og lögreglu. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar hóf sérstaka umræðu um vopnaburð lögreglunnar á Alþingi í dag í ljósi þeirra frétta sem hafa verið af þeim málum að undanförnu. Hann eins og flestir sem tóku til máls, hældi Ólöfu Nordal innanríkisráðherra fyrir hvernig hún hefði almennt haldið á þessum málum meðal annars með birtingu reglna um vopnaburð lögreglu. Gagnsæi væri mikilvægt því aukinn vopnaburður gæti dregið úr öryggi almennings og lögreglu. „Þau geta kallað á harðari heim. Þau geta kallað á harkalegri viðbrögð glæpamanna og það er ekkert gefið um það að við upplifum öll öryggi þegar við sjáum þungvopnaða lögreglumenn,“ sagði Árni Páll. Innanríkisráðherra ítrekaði ákveðin grundvallaratriði í hennar huga. „Almenn löggæsla er vopnlaus í störfum sínum. Það er engin breyting á því. Engin ákvörðun er heldur fyrirliggjandi um aukinn vopnaburð lögreglu. Þetta skiptir máli,“ sagði Ólöf. Þingmenn voru almennt sammála um að styrkja bæri lögregluna eftir milljarða niðurskurð til hennar frá hruni en mikilvægt væri að skýrar reglur sem giltu um vopnaburð hennar, hvort sem væri í bílum eða annars staðar. Innanríkisraðherra sagði lögreglu sett mörk um valdbeitingu í lögreglulögum og reglum útgefnum af ráðherra. Í dag væru skammbyssur í sex bílum á höfuðborgarsvæðinu og nokkrum á landsbyggðinni. „Ekki er þörf á að breyta reglunum á meðan breyttur geymslustaður takmarkast við þann fjölda bifreiða sem nú er. En telji lögregluyfirvöld nauðsynlegt að fjölga þeim bifreiðum þar sem vopn eru geymd í læstum hirslum þannig að ekki sé einungis um sérstök tilfelli að ræða heldur nær því að vera almenn regla mun reyna mjög á gildissvið þessara regla. Enda eru á þeim ytri mörk sem ber að túlka þröngt,“ sagði Ólöf Nordal.
Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Fleiri fréttir Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent