Afar erfitt að fá A í nýju einkunnakerfi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 19. september 2015 07:00 Nýtt einkunnakerfi byggir á framtíðarsýn um lykilhæfni. Vísir/GVA Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykilþættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykilhæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nemenda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja töluleg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir einkunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfniHætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frumkvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá. „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnisprófEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir undarlegt að treysta ekki námsmati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. Illugi segir hæfnisprófin og framkvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nemendur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“ Tengdar fréttir Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Frá og með vorinu 2016 skal gefa nemendum sem ljúka grunnskóla vitnisburð í samræmi við matsviðmið í aðalnámskrá grunnskóla og nota bókstafina A, B+, B, C+, C og D. En hvað þýða þessir lykilþættir í námsskránni: hæfniviðmið, matsviðmið, hæfnieinkunnir og lykilhæfni? Við gerð hæfnieinkunna er stuðst við einfaldar lýsingar á hæfni nemenda. Í aðalnámskrá standa lýsingar að baki bókstöfunum A, B og C í hverju fagi, svo kölluð matsviðmið. Þessi viðmið eru gerð fyrir hverja og eina námsgrein og eru byggð á hæfnisviðmiðum í aðalnámskrá. Bætt hefur verið við kvarðann B+ og C+ að ósk kennara sem sögðu of litla hvatningu til framfara felast í einkunnagjöfinni. Að baki bókstöfunum liggja töluleg gildi sem hafa ekki verið gerð opinber. Tölugildin eru frá fjórum og niður í einn og eru ekki fyrir einkunnagjöf heldur hugsuð sem tæki fyrir kennara við einkunnagjöf í bókstöfum. Hætt við lokaeinkunn í lykilhæfniHætt var við að gefa lokaeinkunn í lykilhæfni. Lykilhæfnin er mæld í þáttum svo sem þrautseigju, frumkvæði, námsvitund og ábyrgð. Deilt var um hversu huglæg hæfnin var. „Það þurfti bara að endurhugsa það,“ segir Illugi Gunnarsson, menningar- og menntamálaráðherra, sem segir hugtakið þó skipta öllu máli í nýrri námsskrá. „Við vitum ekki hvaða veruleika ungt fólk sem er að ljúka námi verður í. Mörg þeirra starfa sem við sinnum í dag, þau verða horfin. þess vegna skiptir miklu máli að byggja upp lykilhæfnina, svo þau geti orðið virkir þátttakendur í samfélagi framtíðar.“ Deilt um hæfnisprófEkki hefur verið endanlega ákveðið hvernig fyrirkomulag hæfnisprófa verður en þau verða unnin og þeim stýrt af hálfu Menntamálastofnunar. Formaður Skólastjórafélags Íslands, Svanlaug María Ólafsdóttir, segir undarlegt að treysta ekki námsmati grunnskóla og að nokkrir skólar geti farið þá leið að velja nemendur til sín. Illugi segir hæfnisprófin og framkvæmd á þeim enn á umræðustigi þótt stefnt sé að þeim. Það þurfi að breyta reglugerðum til þess að halda þau. „Menntamálastofnun er að leggja mat á það hvort einkunnaverðbólga hafi átt sér stað. Skólameistarar í ákveðnum skólum telja að einkunnir úr grunnskóla veiti þeim ekki nægjanlegar upplýsingar til að velja úr nemendum. Þeim fannst erfitt að meta raunverulega stöðu nemenda,“ segir Illugi og bætir við að til skoðunar sé að einstökum skólum verði heimilt að taka upp einhvers konar hæfnispróf. „Það er ekki verið að leggja upp með það að taka upp slík próf í öllum framhaldsskólum. Enda hentar það ekki öllum, það væri íþyngjandi. Suma skóla vantar til dæmis nemendur. Við viljum að skólarnir hafi sín sérkenni og hafi ólíkar nálganir um nemendahóp. Hvers vegna ættum við ekki að heimila skólum að leyfa slík próf?“
Tengdar fréttir Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00 Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Sjá meira
Mikil fyrirhöfn fyrir fáa skóla Forsvarsmenn flestra grunnskóla virðast hins vegar langflestir fyrst hafa frétt af þessum fyrirætlunum þegar umfjöllun blaðsins birtist. 18. september 2015 11:00
Hæfnispróf tekin upp í framhaldsskólum Framhaldsskólum verður ekki heimilt að nýta niðurstöður samræmdra prófa vegna innritunar næsta vor. Í undirbúningi eru viðamiklar breytingar á námsmati í grunnskólum landsins. 17. september 2015 07:00